Markaðurinn
Klúbbur matreiðslumeistara og Garri endurnýja samstarfssamning
Um árabil hefur Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið notið stuðnings Garra í verkefnum sínum. Nú hefur samstarfssamningur um áframhaldandi samvinnu verið endurnýjaður og nýtist stuðningurinn vel í komandi verkefni sem eru fjölmörg, með HM í matreiðslu í nóvember næstkomandi sem stærsta verkefni ársins.
Björn Bragi Bragason forseti KM segir;
„það er starfinu okkar ómetanlegt að finna fyrir stuðningi úr atvinnulífinu, við sinnum afreksþjólfun ungs fagfólks í matreiðslu sem við teljum að skipti miklu fyrir framþróunina í faginu og um leið fyrir viðskipti allra í virðiskeðjunni. Þess vegna erum við þakklát fyrir stuðninginn sem við njótum og nýtum til áframhaldandi góðra verka“.
Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra segir;
„Það er okkur mikill heiður og ánægja að fá tækifæri til þess að styðja við framþróun íslenskrar matargerðar og getum við öll verið afar stolt af frábærum árangri íslenskra matreiðslumanna í gegnum tíðina.“
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa