Markaðurinn
Klúbbur matreiðslumeistara og Garri endurnýja samstarfssamning

Við undirritun samningsins.
Frá vinstri Fanney Dóra Sigurjónsdóttir ritari KM og Kokkalandsliðsmaður, Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra og Ylfa Helgadóttir þjálfari Kokkalandsliðsins.
Um árabil hefur Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið notið stuðnings Garra í verkefnum sínum. Nú hefur samstarfssamningur um áframhaldandi samvinnu verið endurnýjaður og nýtist stuðningurinn vel í komandi verkefni sem eru fjölmörg, með HM í matreiðslu í nóvember næstkomandi sem stærsta verkefni ársins.
Björn Bragi Bragason forseti KM segir;
„það er starfinu okkar ómetanlegt að finna fyrir stuðningi úr atvinnulífinu, við sinnum afreksþjólfun ungs fagfólks í matreiðslu sem við teljum að skipti miklu fyrir framþróunina í faginu og um leið fyrir viðskipti allra í virðiskeðjunni. Þess vegna erum við þakklát fyrir stuðninginn sem við njótum og nýtum til áframhaldandi góðra verka“.
Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra segir;
„Það er okkur mikill heiður og ánægja að fá tækifæri til þess að styðja við framþróun íslenskrar matargerðar og getum við öll verið afar stolt af frábærum árangri íslenskra matreiðslumanna í gegnum tíðina.“
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?