Vertu memm

Markaðurinn

Klúbbur matreiðslumeistara og Garri endurnýja samstarfssamning

Birting:

þann

Kokkalandsliði, Klúbbur matreiðslumeistara og Garri

Við undirritun samningsins.
Frá vinstri Fanney Dóra Sigurjónsdóttir ritari KM og Kokkalandsliðsmaður, Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra og Ylfa Helgadóttir þjálfari Kokkalandsliðsins.

Um árabil hefur Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið notið stuðnings Garra í verkefnum sínum. Nú hefur samstarfssamningur um áframhaldandi samvinnu verið endurnýjaður og nýtist stuðningurinn vel í komandi verkefni sem eru fjölmörg, með HM í matreiðslu í nóvember næstkomandi sem stærsta verkefni ársins.

Björn Bragi Bragason forseti KM segir;

„það er starfinu okkar ómetanlegt að finna fyrir stuðningi úr atvinnulífinu, við sinnum afreksþjólfun ungs fagfólks í matreiðslu sem við teljum að skipti miklu fyrir framþróunina í faginu og um leið fyrir viðskipti allra í virðiskeðjunni. Þess vegna erum við þakklát fyrir stuðninginn sem við njótum og nýtum til áframhaldandi góðra verka“.

Hreinn Elíasson markaðsstjóri Garra segir;

„Það er okkur mikill heiður og ánægja að fá tækifæri til þess að styðja við framþróun íslenskrar matargerðar og getum við öll verið afar stolt af frábærum árangri íslenskra matreiðslumanna í gegnum tíðina.“

Mynd: facebook / Kokkalandsliðið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið