Viðtöl, örfréttir & frumraun
Klúbbur Matreiðslumeistara á Ísafirði
Klúbbur Matreiðslumeistara lagði land undir fót og hélt til höfuðstaðar vestfjarða, Ísafjarðar við Skutulsfjörð, til að halda hin árlega aðalfund og árshátíð.
Ferðin hófst með um fimm tíma seinkun á flugi því að öflug kuldaskil voru að ganga yfir landið vestanvert og hafði í för með sér afar óhagstæðan vind fyrir flug inn á Ísafjörð, en upp úr hádeginu fór að slota til og var flogið kl 14:10. Eftir lendingu á Ísafjarðarflugvelli var gestum boðið upp á Sýslumannskonfekt og öl, síðan var haldið með rútu á hótel Ísafjörð og komið sér fyrir.
En eftir stutta viðdvöl þar var farin menningarferð á Flateyri, undir leiðsögn Ólafs Halldórssonar leiðsögumanns, þar sem mikil mannvirki voru skoðuð, þ.e.a.s. snjóflóða varnargarðar, sem nú þegar hafa sannað gildi sitt eftir að nokkur öflug snjóflóð hafa fallið sem ella hefðu annars haft afdrifaríkar afleiðingar.
Að lokinni skoðunarferð um Flateyri var haldið af stað til Ísafjarðar um Vestfjarðagöngin, en öllum til mikillar undrunar var rútan stöðvuð af Lögreglunni inni í miðjum göngum, og hélt fólk að um alvarlegt slys hefði verið að ræða, en sem betur fer var ekki um neitt slíkt að ræða, heldur voru þar á ferð menn frá SKG veitingum á Ísafirði mættir í göngin til að bjóða ferðalöngum upp á smá veitingar.
Þegar ferðinni var svo haldið áfram var haldið niður á bryggju þar sem stigið var um borð á listifleyinu Blika og stefnan tekin út fjörð og í átt til Vigurs, en um borð var Kiddý með leiðsögn og Hafsteinn sigldi fleyinu. Þegar komið var í Vigur var þar gengið á land og fyrst var eina nú uppistandandi og jafnframt elsta vindmilla skoðuð ásamt nánasta nágrenni við bæinna í Vigur. Eftir skoðunarferðina á eyjunni var gestum boðið í hús og þar snædd gúllassúpa að hætti Vigursmanna og hnallþórur í dessert á eftir og þegar Sigurvin var búinn að segja nokkrar skemmtisögur og brandara var haldið á sjóinn aftur og siglt til baka inn á Ísafjörð, sumir fóru þreyttir heim á hótel en öðrum þótti nóttin ung og héldu á vit næturævintýra.
Aðalfundur KM á Ísafirði 30. apríl 2006
Aðalfundur KM haldin að Hömrum Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði.
Aðalfundur KM var settur á Ísafirði kl 09:00 í morgun þar sem á dagskrá voru mörg mikilvæg málefni.
Forseti klúbbsins gaf skýrslu og reifaði þar mörg stór og mikilvæg mál. Kom hann þar inn á alþjóða samstarf og þá ekki síst samstarf Norðurlandanna, en harmaði það hve Svíar hafa hörfað út úr samstarfinu en vonaðist til að þeir muni taka sig á og halda áfram mikilvægu samstarfi landanna, því eins og frægt er „Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“, eins á þetta við um samstarf skildra greina hér innanlands eins og dæmin hafa sannað og í bígerð er meiri samvinna með bökurum, kjötiðnaðarmönnum, matartæknum, og ekki síst framreiðslumönnum, en eins og kunnugt er kom Barþjónaklúbbur Íslands BCI, inn í Hátíðarkvöldverð KM í janúar síðast liðin og þótti þar takast með sérstökum ágætum, enda kvöldið það eitt hið besta sem klúbburinn hefur haldið frá upphafi.
Helgi Einarsson gerði grein fyrir reikningum klúbbsins og voru umræður og fyrirspurnir varðandi reikningana, en þrátt fyrir að fjármálin hafi verið erfið á síðasta ári, þá er nokkuð ljóst að úr er að rætast og er staðan mun betri í dag en reikningar síðasta árs gefa til kynna. Nefndir gerðu grein fyrir störfum sínum og var sú ákvörðun tekin að efla húsa og munanefnd og er ætlunin að skrá alla muni og tæki sem eru í eigu klúbbsins og að þeim verði komið fyrir í Hótel og matvælaskólanum, þar sem samningur hefur verið gerður við skólann um það.
Að loknum hádegisverði á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar, í boði Birgis Jónssonar, þá var fundarhaldi framhaldið og meðal annars gengið til stjórnarkjörs og val í nefndir.
Sjá myndir frá ferðinni hér
Greint frá á heimasíðu Klúbbs Matreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s