Markaðurinn
Klói kynnir með stolti – Kókómjólk með hvítu súkkulaði
Jólin koma með Klóa sem færir okkur hvít jól þetta árið en í tilefni þess að 50 ára afmælisár Kókómjólkur er senn á enda bjóðum við nú í fyrsta sinn upp á sérstaka hátíðarútgáfu af Kókómjólk. Um er að ræða Kókómjólk með hvítu súkkulaði og er Klói klæddur í hvít kjólföt á umbúðunum enda heldur betur tilefni til að skella sér í sparigallann við svona merk tímamót.
Kókómjólk með hvítu súkkulaði er frábær ein sér, dásamleg með nýbökuðum smákökum, pottþétt með pylsunni og svo má auðvitað njóta hennar með hverju því sem hugurinn girnist. Kókómjólkin er ekki aðeins góð ísköld heldur hentar hún frábærlega í heita og góða jóladrykki og er upplagt að toppa hana með þeyttum rjóma og rifnu hvítu súkkulaði svo úr verður hátíðlegur bolli sem kemur skemmtilega á óvart.
Við hlökkum til að kynna þessa spennandi vörunýjung fyrir landsmönnum í byrjun desember en hátíðarútgáfan verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma.
Hátíðarauglýsing Kókómjólkur
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt