Markaðurinn
Klassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
Ofnbakað grænmeti, kjúklingur og djúsí rjómasósa er klassík. Hér var ég að prófa að nota rjómaost með svörtum pipar og útkoman var algjörlega dásamleg.
Innihald
4 skammtar
700 g kjúklingabringur (3-4 stk. eftir stærð)
200 g rjómaostur með svörtum pipar frá MS
500 ml rjómi frá Gott í matinn
3 stk. hvítlauksrif
1 msk. púðursykur
1 msk. soyasósa
1 msk. sítrónusafi
salt, pipar og hvítlauksduft
ólífuolía og smjör til steikingar
Meðlæti
ofnbakað grænmeti eftir smekk
Skref 1
- Skerið niður það rótargrænmeti sem ykkur þykir gott, setjið vel af ólífuolíu og kryddum yfir.
- Setjið inn í ofn við 190°C í um 40 mínútur.
Skref 2
- Skerið því næst bringurnar langsum í tvo hluta.
- Steikið þær upp úr blöndu af smjöri og ólífuolíu og brúnið vel allar hliðar, klárið síðan að elda þær með grænmetinu í ofninum í 15-20 mínútur.
Skref 3
- Notið sömu pönnu til að steikja hvítlauksrifin, bætið smá olíu og smjöri fyrst á pönnuna.
- Hellið þá rjóma og rjómaosti yfir og pískið þar til kekkjalaus sósa hefur myndast.
- Bragðbætið með púðursykri, soyasósu, sítrónusafa og kryddum.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir – gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






