Markaðurinn
Klassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
Ofnbakað grænmeti, kjúklingur og djúsí rjómasósa er klassík. Hér var ég að prófa að nota rjómaost með svörtum pipar og útkoman var algjörlega dásamleg.
Innihald
4 skammtar
700 g kjúklingabringur (3-4 stk. eftir stærð)
200 g rjómaostur með svörtum pipar frá MS
500 ml rjómi frá Gott í matinn
3 stk. hvítlauksrif
1 msk. púðursykur
1 msk. soyasósa
1 msk. sítrónusafi
salt, pipar og hvítlauksduft
ólífuolía og smjör til steikingar
Meðlæti
ofnbakað grænmeti eftir smekk
Skref 1
- Skerið niður það rótargrænmeti sem ykkur þykir gott, setjið vel af ólífuolíu og kryddum yfir.
- Setjið inn í ofn við 190°C í um 40 mínútur.
Skref 2
- Skerið því næst bringurnar langsum í tvo hluta.
- Steikið þær upp úr blöndu af smjöri og ólífuolíu og brúnið vel allar hliðar, klárið síðan að elda þær með grænmetinu í ofninum í 15-20 mínútur.
Skref 3
- Notið sömu pönnu til að steikja hvítlauksrifin, bætið smá olíu og smjöri fyrst á pönnuna.
- Hellið þá rjóma og rjómaosti yfir og pískið þar til kekkjalaus sósa hefur myndast.
- Bragðbætið með púðursykri, soyasósu, sítrónusafa og kryddum.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir – gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans






