Uppskriftir
Klassísk frönsk lauksúpa
500 gr laukur í sneiðum
2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
50 gr smjör
2 msk tómatmauk
1 tsk paprikuduft
3 msk Worchestershire sósa
50 gr hveiti
Salt
Pipar
1.2 lítri ljóst kjötsoð eða vatn og kjötkraftur
Ristaðar brauðsneiðar í stórum teningum
Rifinn ostur
Svitið hvítlaukinn og laukinn án þess að brúna hann í smjörinu. Bætið tómatmauki og worchestershire sósu saman við. Kryddið til með salti og pipar. Takið af hitanum og hrærið hveitið rösklega saman við.
Bætið vatni saman við og leysið upp í lauk/hveiti líkt og smjörbolla. Látið suðuna koma upp og látið sjóða rólega í klukkustund.
Smakkið til og setjið í skálar. Setjið c.a. eina brauðsneið í hverja skál og rifinn ost yfir. Gratinerið í ofni stutta stund eða þar til osturinn hefur tekið lit.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






