Uppskriftir
Klassísk frönsk lauksúpa
500 gr laukur í sneiðum
2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
50 gr smjör
2 msk tómatmauk
1 tsk paprikuduft
3 msk Worchestershire sósa
50 gr hveiti
Salt
Pipar
1.2 lítri ljóst kjötsoð eða vatn og kjötkraftur
Ristaðar brauðsneiðar í stórum teningum
Rifinn ostur
Svitið hvítlaukinn og laukinn án þess að brúna hann í smjörinu. Bætið tómatmauki og worchestershire sósu saman við. Kryddið til með salti og pipar. Takið af hitanum og hrærið hveitið rösklega saman við.
Bætið vatni saman við og leysið upp í lauk/hveiti líkt og smjörbolla. Látið suðuna koma upp og látið sjóða rólega í klukkustund.
Smakkið til og setjið í skálar. Setjið c.a. eina brauðsneið í hverja skál og rifinn ost yfir. Gratinerið í ofni stutta stund eða þar til osturinn hefur tekið lit.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

-
Keppni1 dagur síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið