Vertu memm

Uppskriftir

Klassísk frönsk lauksúpa

Birting:

þann

Klassísk Frönsk Lauksúpa

Einnig er hægt að bera fram súpuna með gratíneruðu brauði til hliðar

500 gr laukur í sneiðum
2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
50 gr smjör
2 msk tómatmauk
1 tsk paprikuduft
3 msk Worchestershire sósa
50 gr hveiti
Salt
Pipar
1.2 lítri ljóst kjötsoð eða vatn og kjötkraftur
Ristaðar brauðsneiðar í stórum teningum
Rifinn ostur

Svitið hvítlaukinn og laukinn án þess að brúna hann í smjörinu. Bætið tómatmauki og worchestershire sósu saman við. Kryddið til með salti og pipar. Takið af hitanum og hrærið hveitið rösklega saman við.

Bætið vatni saman við og leysið upp í lauk/hveiti líkt og smjörbolla. Látið suðuna koma upp og látið sjóða rólega í klukkustund.

Smakkið til og setjið í skálar. Setjið c.a. eina brauðsneið í hverja skál og rifinn ost yfir. Gratinerið í ofni stutta stund eða þar til osturinn hefur tekið lit.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið