Uppskriftir
Kjúklingavængir í grillsósu
Hráefni
2–3 pakkar kjúklingavængir
200 ml grillsósa (BBQ)
Kjúklingakrydd
Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
Japönsk sósa
Hráefni
100 ml sæt sojasósa
50 ml ostrusósa
Safi og börkur af einni sítrónu
10 ml sesamolía
Aðferð:
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu. Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
Appelsínugrillsósa
200 g appelsínumarmelaði
50 ml sítrónusafi
50 ml bolli sojasósa
1 saxað hvítlauksrif
Aðferð:
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni7 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Frétt3 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD