Uppskriftir
Kjúklingavængir í grillsósu
Hráefni
2–3 pakkar kjúklingavængir
200 ml grillsósa (BBQ)
Kjúklingakrydd
Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
Japönsk sósa
Hráefni
100 ml sæt sojasósa
50 ml ostrusósa
Safi og börkur af einni sítrónu
10 ml sesamolía
Aðferð:
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu. Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
Appelsínugrillsósa
200 g appelsínumarmelaði
50 ml sítrónusafi
50 ml bolli sojasósa
1 saxað hvítlauksrif
Aðferð:
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir