Uppskriftir
Kjúklingavængir í grillsósu
Hráefni
2–3 pakkar kjúklingavængir
200 ml grillsósa (BBQ)
Kjúklingakrydd
Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
Japönsk sósa
Hráefni
100 ml sæt sojasósa
50 ml ostrusósa
Safi og börkur af einni sítrónu
10 ml sesamolía
Aðferð:
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu. Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
Appelsínugrillsósa
200 g appelsínumarmelaði
50 ml sítrónusafi
50 ml bolli sojasósa
1 saxað hvítlauksrif
Aðferð:
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






