Uppskriftir
Kjúklingavængir í grillsósu
Hráefni
2–3 pakkar kjúklingavængir
200 ml grillsósa (BBQ)
Kjúklingakrydd
Salt og pipar
Aðferð
Klippum kjúklingavængina í tvennt á brjóskinu og tökum fremsta hlutann (þann stutta og mjóa) frá og fleygjum honum. Röðum vængjunum í ofnskúffu, kryddum með kjúklingakryddi eða salti og pipar og hitum við 180 gráður í hálftíma. Bökum þá í ofnskúffunni og hellum vökvanum af bakkanum í vaskinn. Mökum svo grillsósunni yfir vængina og setjum inn í ofninn í um tíu mínútur. Stillum ofninn á grill í lokin og látum grillsósuna karamellast á vængjunum. Líka gott á grillið.
Japönsk sósa
Hráefni
100 ml sæt sojasósa
50 ml ostrusósa
Safi og börkur af einni sítrónu
10 ml sesamolía
Aðferð:
Sósan er notuð til að pensla fisk eða grillkjöt fyrir framreiðslu, til dæmis þunnskorinn lax eða lúðu. Eða allt grillkjötið. Prófið að dýfa kjúklingavængjum í hana.
Appelsínugrillsósa
200 g appelsínumarmelaði
50 ml sítrónusafi
50 ml bolli sojasósa
1 saxað hvítlauksrif
Aðferð:
Blöndum öllu saman. Frábært að pensla kjúkling og grillkjöt með leginum.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt