Vín, drykkir og keppni
KEX brewing strákarnir út um allan heim
Strákarnir hjá KEX brewing eru búnir að vera út um allan heim að dæla bjórinn þeirra, allt frá Portland OR til Kína.
„Ég er eimitt staddur núna á einni flottustu bjórhátíð í Asíu þar sem blandað er saman 8 bestu brugghúsum Kína við 8 heitustu brugghúsum Skandinavíu.
Þetta er mjög skemmtilegt consept þar sem við brugguðum bjór með einu brugghúsi fyrir hátíðina, komum svo með 8 af okkar bestu bjórum og dælum síðan allri gleðinni á hátíðinni sem stendur yfir núna.“
Sagði Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður og forsvarsmaður KEX Brewing í samtali við veitingageirinn.is.
Samhliða bjórhátíðinni í Asíu er stór bjórhátíð á Spáni, MASH festival í Barcelona og þá þurftu þeir félagar að skipta liði og hafa Kristinn Vilbergsson og Ólafur Ágústsson frá KEX brewing verið á fullu við að dæla bjór. Á MASH eru mörg þekkt brugghús Trillium, Hill Farmsted, Other half svo fátt eitt sé nefnt.
KEX Brewing-bjór er seldur á yfir 20 stöðum víðsvegar um landið, allt frá Flateyri til Varmahlíðar og Vík í Mýrdal og fæst hann m.a. á KEX Hostel, Skál, Mikkeller & Friends, Grandi Mathöll, Kaldi Bar o.s.frv.
KEX brewing er byrjað að framleiða sína vöru út í Portland OR í samstarfi við Dirty Pritty brewing og verður nánari umfjöllun um það síðar.
Mynd: facebook / Kex brewing

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars