Keppni
Keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins 2024
Keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins verða haldnar í IKEA sem hefur sett upp 5 keppniseldhús þar sem gengið er út úr versluninni inná sjálfsafgreiðslulagerinn.
Forkeppni um titilinn Kokkur ársins 2024 hófst í dag 11. apríl en þar koma matreiðslumenn með réttina eins klára og þeir vilja í IKEA og hafa 1 klst til að framreiða einn aðalrétt fyrir 12. manns.
Krafan í forkeppninni er að keppandi noti kjúklingabringu og kjúklingalegg frá Ísfugl ásamt mjólkurvörum frá MS. Fyrstu skil eru kl: 14.15 og síðustu skil kl: 16:15
Keppendur eru:
Wiktor Pálsson – Speilsalen
Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar
Gudmundur Halldór Bender – Flóra veitingar
Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar
Hinrik Örn Halldórsson – Flóra Veitingar
Angela Figus – Fjölsmiðjan
Bjarni Ingi Sigurgíslason – Kol
Þegar forkeppninni lýkur eða um kl 17:00 verður tilkynnt hverjir komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardag 13. apríl. Á sama tíma verður tilkynnt um þau hráefni sem keppendur eru skyldugir að nota.
Grænmetis Kokkur ársins 2024
Á morgun föstudag fer fram í fyrsta skipti keppnin um Grænmetiskokk ársins, þar eru fimm keppendur skráðir til leiks en þeir eru:
Bjarki Snær Þorsteinsson – Lux veitingar
Bjarni Haukur Guðnason – Hvíta húsið
Kristján Þór Bender Eðvarðsson – Bláa Lónið
Þórarinn Eggertsson – Smakk veitingar
Monica Daniela Panait – Hótel Geysir
Í keppninni um titilinn Grænmetis Kokk ársins 2024 hafa keppendur 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili.
Eldaður er þriggja rétta matseðil fyrir 12 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunn hráefnum:
Forréttur:
Egg 40%
Grænn franskur Aspas
Aðalréttur:
Gulrætur 40%
Pólenta
Kantarellur
Eftirréttur:
Ananas
Sýrður Rjómi
Úrslit í öllum keppnum verða tilynnt í IKEA eftir kl 18:00 á laugardaginn.
Mynd: Mummi Lú
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði