Keppni
Keppendum á Evrópumóti iðn- og verkgreina fagnað í Ráðherrabústaðnum
Móttaka var haldin fyrir fulltrúa Íslands á Evrópukeppni iðn- og verkgreina, (e. EuroSkills), sem fram fór í Búdapest á dögunum. Íslensku keppendurnir átta ásamt skipuleggjendum, þjálfurum og gestum komu saman í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra færði þeim þakkir og afhenti þátttökuviðurkenningar.
„Ég óska þátttakendunum hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur á mótinu. Keppni af þessu tagi er til þess fallin að auka metnað og skapa góð tengsl og ég efa ekki að reynsla þeirra af þátttökunni hefur verið bæði gefandi og skemmtileg.
Iðnmenntun skiptir okkar samfélag afar miklu og á undanförnum misserum höfum við beitt okkur fyrir því að fjölga nemendum í iðnnámi ásamt því að auka aðgengi og áhuga á fjölbreyttu starfs- og verknámi.
Fagmennska íslensku keppendanna er öðrum fyrirmynd og innblástur til góðra verka,“
sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Sjá einnig: Úrslit í EuroSkills
Íslensku keppendurnir kepptu í trésmíði, grafískri miðlun, málmsuðu, rafvirkjun, bakstri, framreiðslu, rafeindavirkjun og matreiðslu. Undirbúningur þeirra hófst strax í vor þegar þátttakendur voru valdir og handleiðsla þeirra hjá þjálfara hófst. Íslendingarnir stóðu sig afar vel á mótinu og hlaut Ásbjörn Eðvaldsson, rafeindavirki, silfurverðlaun á mótinu. Íslenski hópurinn fékk þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur en viðmiðunarmörk til að ná því eru 700 stig.
Haraldur Örn Arnarson prentsmiður hlaut 704 stig og varð í 6. sæti af 14 keppendum, Jón Þór Einarsson rafvirki hlaut 700 stig og varð í 8. sæti af 15 keppendum og Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður hlaut einnig 700 stig og varð í 10.-12. sæti af 23 keppendum. Auk þess kepptu Finnur Ingi Harrýsson í málmsuðu, Sigurður Borgar Ólafsson í framreiðslu, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir í bakstri og Þröstur Kárason í trésmíði.
Mynd: stjornarradid.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit