Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kaup, sala og nýtt veitingahús
Það hafa orðið nokkrar hreyfingar í kaup, sölu í veitingabransanum síðastliðna daga. Nýtt veitingahús opnaði í sumar og hélt formlegt opnunarpartý nú á dögunum, en nánar um það hér að neðan.
Ólafur Örn selur Rosenberg
Fyrst eru það Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumaður og Kári Sturluson, en þeir hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg í Reykjavík. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnaði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum og selja nú staðinn aðeins eftir fimm mánaða rekstur.
„Þá er komið að krossgötum í lífinu, það fór því miður þannig að við neyddumst til að selja Rosenberg því reksturinn gekk ekki nógu vel, af ástæðum sem er óþarfi að tíunda hér. Ég hef sumsé yfirgefið Rosenberg með söknuði. stutt gaman, en svona fer þetta víst stundum.“
, skrifar Ólafur um söluna á Facebook síðu sinni.
Vísir.is fjallar nánar um málið hér.
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
Næst er nýi veitingastaðurinn Reykjavík RÖST, en hann er staðsettur í verbúðarhúsunum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn er í bistro stíl sem býður upp súpur, samlokur, happy hour ásamt barsnarli og kjöt og osta plöttum alla daga vikunnar svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir frá formlegri opnuninni er hægt að skoða á mbl.is hér.
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús
Þar næst er það Argentína Steikhús, en Björn Ingi Hrafnsson hefur fest kaup á staðnum.
„Ég er spenntur fyrir þessu verkefni. Ég hef alltaf haft mjög miklar mætur á þessum veitingastað og veit að svo er um fleiri.“
, segir Björn Ingi í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: facebook / Argentína Steikhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana