Starfsmannavelta
Kaffitár lokar tveimur kaffihúsum
“Við lokum tímabundið í Bankastræti um næstu mánaðamót og erum búin að loka endanlega í Þjóðminjasafninu þar sem við höfum verið lengi,”
segir Sólrún Guðmundsdóttir sölustjóri hjá Kaffitár í samtali við Eirík Jónsson, en hún hefur rekið sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu sem nú verða bara fimm.
Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári segir í samtali við visir.is, að Kaffitár hafi þurft að ráðast í uppsagnir vegna lokunarinnar á Þjóðminjasafninu sem tók gildi 1. febrúar en vildi ekki gefa upp fjölda þeirra sem misstu vinnuna. Sú tala væri þó undir tíu manns.
Hún bætir við að stjórnendur Kaffitárs séu hvergi bangnir og vonist til að geta opnað kaffihúsið á Bankastræti hið fyrsta. Þá standi ekki til að draga saman seglin heldur séu stjórnendur frekar að skoða nýjar staðsetningar.
„Öll hin kaffihúsin eru í góðu gengi og eru ekkert að fara að loka. Við stefnum áfram veginn en þetta var því miður mjög erfið ákvörðun. Vonandi sjáum við betri tíma í þjóðfélaginu og opnum fyrr en seinna. Ég hef fulla trú á okkur.“
Segir Marta í samtali við visir.is.
Þau fimm Kaffitár sem eftir standa eru í Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða, Nýbýlavegi og Háskólanum í Reykjavík.
Mynd: facebook / Kaffitár
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný