Starfsmannavelta
Kaffitár lokar tveimur kaffihúsum
“Við lokum tímabundið í Bankastræti um næstu mánaðamót og erum búin að loka endanlega í Þjóðminjasafninu þar sem við höfum verið lengi,”
segir Sólrún Guðmundsdóttir sölustjóri hjá Kaffitár í samtali við Eirík Jónsson, en hún hefur rekið sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu sem nú verða bara fimm.
Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári segir í samtali við visir.is, að Kaffitár hafi þurft að ráðast í uppsagnir vegna lokunarinnar á Þjóðminjasafninu sem tók gildi 1. febrúar en vildi ekki gefa upp fjölda þeirra sem misstu vinnuna. Sú tala væri þó undir tíu manns.
Hún bætir við að stjórnendur Kaffitárs séu hvergi bangnir og vonist til að geta opnað kaffihúsið á Bankastræti hið fyrsta. Þá standi ekki til að draga saman seglin heldur séu stjórnendur frekar að skoða nýjar staðsetningar.
„Öll hin kaffihúsin eru í góðu gengi og eru ekkert að fara að loka. Við stefnum áfram veginn en þetta var því miður mjög erfið ákvörðun. Vonandi sjáum við betri tíma í þjóðfélaginu og opnum fyrr en seinna. Ég hef fulla trú á okkur.“
Segir Marta í samtali við visir.is.
Þau fimm Kaffitár sem eftir standa eru í Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða, Nýbýlavegi og Háskólanum í Reykjavík.
Mynd: facebook / Kaffitár
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni22 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop