Vertu memm

Starfsmannavelta

Kaffitár lokar tveimur kaffihúsum

Birting:

þann

Kaffitár

“Við lokum tímabundið í Bankastræti um næstu mánaðamót og erum búin að loka endanlega í Þjóðminjasafninu þar sem við höfum verið lengi,”

segir Sólrún Guðmundsdóttir sölustjóri hjá Kaffitár í samtali við Eirík Jónsson, en hún hefur rekið sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu sem nú verða bara fimm.

Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári segir í samtali við visir.is, að Kaffitár hafi þurft að ráðast í uppsagnir vegna lokunarinnar á Þjóðminjasafninu sem tók gildi 1. febrúar en vildi ekki gefa upp fjölda þeirra sem misstu vinnuna. Sú tala væri þó undir tíu manns.

Hún bætir við að stjórnendur Kaffitárs séu hvergi bangnir og vonist til að geta opnað kaffihúsið á Bankastræti hið fyrsta. Þá standi ekki til að draga saman seglin heldur séu stjórnendur frekar að skoða nýjar staðsetningar.

„Öll hin kaffihúsin eru í góðu gengi og eru ekkert að fara að loka. Við stefnum áfram veginn en þetta var því miður mjög erfið ákvörðun. Vonandi sjáum við betri tíma í þjóðfélaginu og opnum fyrr en seinna. Ég hef fulla trú á okkur.“

Segir Marta í samtali við visir.is.

Þau fimm Kaffitár sem eftir standa eru í Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða, Nýbýlavegi og Háskólanum í Reykjavík.

Mynd: facebook / Kaffitár

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið