Markaðurinn
Kaffilausnir Danól – Nýtt vefsvæði!
Danól býður upp á heildarlausnir í te- og kaffiþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki, stofnanir, skóla og leikskóla, hótel, kaffihús og veitingahús. Við bjóðum upp á fyrsta flokks kaffi frá vörumerkjunum Lavazza og Merrild.
Hægt er að velja á milli bauna, malaðs kaffis og kaffihylkja, allt eftir þörfum og vélavali hvers og eins viðskiptavinar. Lavazza og Merrild eru bæði vel þekkt vörumerki og rómuð fyrir gæði, gott bragð og eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á sjálfbærni í starfsemi sinni.
Einnig er Danól með eigin tæknimann sem sér um viðhald, viðgerðir og tæknilega aðstoð ásamt sérstökum sölufulltrúa kaffilausna.
Danól hefur nú opnað nýtt og glæsilegt vefsvæði tileinkað kaffilausnum þar sem hægt er að kynna sér þjónustuna, vöruvalið, skoða uppskriftir og margt fleira.
Vefsvæðið má finna með því að smella hér.
Hafir þú áhuga á að heyra meira um kaffiþjónustu Danól, endilega hafðu samband við Jóhannes, johannes.oddur.bjarnason@danol.is
Kær kveðja,
Starfsfólk Danól

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago