Markaðurinn
Kaffilausnir Danól – Nýtt vefsvæði!
Danól býður upp á heildarlausnir í te- og kaffiþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki, stofnanir, skóla og leikskóla, hótel, kaffihús og veitingahús. Við bjóðum upp á fyrsta flokks kaffi frá vörumerkjunum Lavazza og Merrild.
Hægt er að velja á milli bauna, malaðs kaffis og kaffihylkja, allt eftir þörfum og vélavali hvers og eins viðskiptavinar. Lavazza og Merrild eru bæði vel þekkt vörumerki og rómuð fyrir gæði, gott bragð og eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á sjálfbærni í starfsemi sinni.
Einnig er Danól með eigin tæknimann sem sér um viðhald, viðgerðir og tæknilega aðstoð ásamt sérstökum sölufulltrúa kaffilausna.
Danól hefur nú opnað nýtt og glæsilegt vefsvæði tileinkað kaffilausnum þar sem hægt er að kynna sér þjónustuna, vöruvalið, skoða uppskriftir og margt fleira.
Vefsvæðið má finna með því að smella hér.
Hafir þú áhuga á að heyra meira um kaffiþjónustu Danól, endilega hafðu samband við Jóhannes, [email protected]
Kær kveðja,
Starfsfólk Danól
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar13 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s