Markaðurinn
Kaffilausnir Danól – Nýtt vefsvæði!
Danól býður upp á heildarlausnir í te- og kaffiþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki, stofnanir, skóla og leikskóla, hótel, kaffihús og veitingahús. Við bjóðum upp á fyrsta flokks kaffi frá vörumerkjunum Lavazza og Merrild.
Hægt er að velja á milli bauna, malaðs kaffis og kaffihylkja, allt eftir þörfum og vélavali hvers og eins viðskiptavinar. Lavazza og Merrild eru bæði vel þekkt vörumerki og rómuð fyrir gæði, gott bragð og eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á sjálfbærni í starfsemi sinni.
Einnig er Danól með eigin tæknimann sem sér um viðhald, viðgerðir og tæknilega aðstoð ásamt sérstökum sölufulltrúa kaffilausna.
Danól hefur nú opnað nýtt og glæsilegt vefsvæði tileinkað kaffilausnum þar sem hægt er að kynna sér þjónustuna, vöruvalið, skoða uppskriftir og margt fleira.
Vefsvæðið má finna með því að smella hér.
Hafir þú áhuga á að heyra meira um kaffiþjónustu Danól, endilega hafðu samband við Jóhannes, [email protected]
Kær kveðja,
Starfsfólk Danól
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






