Keppni
Kaffihátíð 2014 og skráning í Íslandsmót í kaffigreinum
Nú fer keppnistímabilið í kaffigeiranum aftur að hefjast og er stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) búin að funda nokkrum sinnum til að undirbúa nýja Kaffihátíð. Hátíðin, sem haldin var í febrúar síðastliðnum, gekk vonum framar og er stefnt að því að gera enn betur á næsta ári. Kaffihátíðin, sem mun standa yfir dagana 21. og 22. febrúar 2014, verður aftur haldin í Hörpu en verður nú á jarðhæð.
Ásamt vörusýningu verða einnig haldin tvö Íslandsmót: Íslandsmót Kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð, en sigurvegarar beggja keppna munu keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistarakeppni í greininni næsta sumar í Rimini á Ítalíu. Skráning í mótin er opin öllum og fer rafrænt fram á heimasíðu KBFÍ hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni2 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi