Food & fun
Jónmundur frá Apótek Bar & Grill sigraði Hendrick´s kokteilkeppnina
Samhliða Food & Fun hátíðarinnar var haldin Hendrick´s kokteilkeppni. Það var Jónmundur Þorsteinsson sem sigraði keppnina en hann keppti fyrir hönd Apótek Bar & Grill.
Jónmundur hefur gert það gott í kokteilmenningunni og keppt í fjölmörgum keppnum og skapað sér sess í þessu samfélagi, en fleiri fréttir af Jónmundi er hægt að lesa hér.
Það voru fimm veitingastaðir sem komust áfram í úrslitakeppnina en þau voru:
- Nostra
- Grillið
- Essensia
- Apótek Bar & Grill
- Geiri Smart
Keppniskröfur til þátttakenda voru þær að gera átti drykk sem passaði við Food & Fun matseðil viðkomandi staðar sem tillaga að fordrykk og drykkurinn þurfti að innihalda að minnsta kosti 3 cl af Hendrisk´s gini ofl.
Í úrslitakeppninni sem haldin var á Hverfisbarnum fengu keppendur 10 mínútur til að hrista 4 drykki og þurftu að segja frá drykknum og hver pælingin var á bakvið hann.
Myndir: skjáskot úr snapchat aðgangi veitingageirans
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir8 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu








