Vertu memm

Food & fun

Jónmundur frá Apótek Bar & Grill sigraði Hendrick´s kokteilkeppnina

Birting:

þann

Hendricks Kokteilkeppnin 2018

Jónmundur Þorsteinsson tekur við verðlaununum

Samhliða Food & Fun hátíðarinnar var haldin Hendrick´s kokteilkeppni. Það var Jónmundur Þorsteinsson sem sigraði keppnina en hann keppti fyrir hönd Apótek Bar & Grill.

Hendricks Kokteilkeppnin 2018

Jónmundur hefur gert það gott í kokteilmenningunni og keppt í fjölmörgum keppnum og skapað sér sess í þessu samfélagi, en fleiri fréttir af Jónmundi er hægt að lesa hér.

Það voru fimm veitingastaðir sem komust áfram í úrslitakeppnina en þau voru:

  • Nostra
  • Grillið
  • Essensia
  • Apótek Bar & Grill
  • Geiri Smart

Hendricks Kokteilkeppnin 2018

Keppniskröfur til þátttakenda voru þær að gera átti drykk sem passaði við Food & Fun matseðil viðkomandi staðar sem tillaga að fordrykk og drykkurinn þurfti að innihalda að minnsta kosti 3 cl af Hendrisk´s gini ofl.

Í úrslitakeppninni sem haldin var á Hverfisbarnum fengu keppendur 10 mínútur til að hrista 4 drykki og þurftu að segja frá drykknum og hver pælingin var á bakvið hann.

Myndir: skjáskot úr snapchat aðgangi veitingageirans

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið