Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólaborgarinn á Torginu samþykktur
Á fimmtudaginn næstkomandi hefst sala á Jólaborgara Torgsins á Siglufirði sem í boði verður í nóvember og desember.
Er þetta í sjötta sinn sem að Jólaborgarinn er á matseðli og hefur skapast mikil eftirvænting eftir þessum vinsæla hamborgara.
Sjá einnig:
Skemmtileg hefð hefur myndast í gegnum árin þar sem góðir félagar hittast, smakka á herlegheitunum og segja sitt álit á Jólaborgaranum.
Með fylgir mat dómnefndar:
Jólaborgarinn á Torginu
Ef það er einhver matarupplifun sem hamborgara unnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara, sérstaklega ef þeir eru staddir á norðurlandinu, þá er það jólaborgari Torgsins 2021.
Þvílíkur unaður þar sem blandast saman þessi klassíski týpíski gamli góði hamborgarinn, uppfærður í jólalegan búning með sultuðum rauðlauk, rauðkáli, camenbert osti ásamt fleiru.
Aðalmálið sem er svo ótrùlega gott en þađ er purusteikin ásamt nokkrum leynitrixum yfirkokksins sem við getum bara alls ekki farið út í nánar.
Líklega er það, að setja virkilega krispý purusteik á hamborgara, ein sú besta hugmynd sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd á hamborgara.
Strax á fyrsta bita var eins og himnarnir opnuðust og gylltur jólalegur ljómi umvafði mann allann ásamt dýrlegri svínafitunni og það var ekki laust við að dómnefnd heyrði undurfagran bjölluhljóm þegar skorið var á hvern bitann af öðrum viðstöðulaust ofan í sig.
Reyndar hefur líklega aldrei verið jafn kærkomin dauðaþögn við nokkurt matarborð áður á međan 8. manna dómnefndin var að vega og meta bragð, áferð og framsetningarfegurð á Jóla borgaranum 2021. Það er ekki oft sem þessi hópur manna grjót heldur kjafti í meira en 10. mínútur en þarna gerðist það og einhverjir táruðust yfir þessari hugljúfu upplifun.
Þetta verður kvöldið sem menn munu minnast, þ.e. kvöldið sem allir þögðu í smástund ….. þessi þagnarstund kemur ekki aftur í bráð.
Reyndar voru dómararnir 9. en einn hafði ekki atkvæðarétt.
Jólastemningin var svo yfirþyrmandi góð við það að smakka borgarann að dómnefndin langaði hreinlega til þess að taka eitthvað Ítalskt dægurlag og sveifla því yfir í Íslenskan jólalagabúning, svo mikill var jólaandinn sem sveif yfir pottunum þann daginn.
Dómnefndin var sammála um það að í ár væri borgarinn betri en síðustu ár og kokkurinn viðurkenndi fyrir rest eftir þónokkuð japl, jaml og fuður að hann hefði breytt nokkrum agnarsmáum atriðum sem var svo sannarlega að borga sig að mati dómnefndar.
Hæ hó jibbý jei og jólin eru á leiðinni.
Kveðja dómnefndin.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum