Markaðurinn
Jóhann Freyr kjötiðnaðarmaður og meðlimur í Landsliði Kjötiðnaðarmanna í skemmtilegu viðtali
Jóhann Freyr Sigurbjarnason kjötiðnaðarmaður er hér í skemmtilegu viðtali við Ólaf Jónsson sviðstjóra matvæla- og veitingasviðs Iðunnar, en Jóhann á sæti í landsliði kjötiðnaðarmanna sem stefnir á heimsmeistarakeppnina í kjötskurði.
Jóhann Freyr útskrifaðist vorið 2020 og er yfirmaður verslunar Kjötkompanísins úti á Granda. Hann á einnig sæti í Landsliði kjötiðnaðarmanna en liðið á ekki langa sögu heldur var það stofnað árið 2018.
„Við erum sex inná í einu og við eigum að úrbeina og stilla fram vörum í kjötborð og höfum til þess þrjá tíma og fimmtán mínútur.“
segir Jóhann Freyr.
Jóhann Freyr telur það stærsta verkefni landsliðsins að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í kjötskurði en einnig að auka sýnileika fagsins.
„Það eru mjög margir sem vita ekki hvað kjötiðn er“
segir hann og vill meina að auka þurfi umræðuna um kjötiðn sem sérstaka iðngrein.
Hann er stoltur af því að Ísland sé eina norðurlandaþjóðin sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. Undirbúningur er mikill og æfingar stífar. Hann telur möguleika Íslands til að komast á verðlaunapall mikla og segir liði hafa metnað til að ná árangri.
„Ég held að helsta skýringin á velgengni okkar sé að við erum svo margir sem vinna við kjötskurð alla daga,“
segir hann og telur að með því sé landsliði í raun að æfa sig alla daga í að stilla upp vörum fyrir neytendur.
„ en það eru líka bara drullu góðir kjötiðnaðarmenn í þessu landsliði„
segir hann stoltur af liðsfélögum sínum.
Þetta og margt fleira í þessu fróðlega spjalli þar sem farið er m.a. í vöruþróun, kröfur neytenda, rekjanleika kjötvara, nýtingu, nám og námssamninga og fleiri áhugaverða þætti er snúa að kjötiðn.
Mynd: Idan.is
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina