Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann B. sigraði Havana club & The Nordic Tropic – Myndir
Kokteilkeppnin Havana club & The Nordic Tropic var haldin á Jacobsen Loftinu á sunnudaginn s.l.
Fjölmargir keppendur sendu inn uppskriftir og voru valdnar 8 uppskriftir sem keppt var með til úrslita. Í keppninni var notast við íslensk hráefni og þema til að tengja sögu.
Hver keppandi framreiddi þrjú eintök af sama kokteil fyrir dómara og myndatökumenn.
Það var síðan Jóhann B. Jónasson sem sigraði keppnina en hann starfar á veitingastaðnum Frederiksen Ale House. Í öðru sæti var Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarnum en hann fékk einnig sérstök verðlaun fyrir þemað. Í þriðja sæti var Jónmundur Þorsteinsson frá veitingastaðnum Kopar.
Glæsileg verðlaun eru í boði, en Jóhann B. tekur þátt í barþjónanámskeiði og keppnum í Tallinn höfuðborg Eistlands á vegum alþjóðlega barþjónaklúbbsins International bartender association (IBA). Það er Globus sem fjármagnar flugið og Barþjónaklúbbur Íslands sér um allt uppihald, en námskeiðið er haldið dagana 6. til 17. nóvember næstkomandi.
Fyrir þá sem áhuga hafa, þá býður Barþjónaklúbburinn aðstoð sína fyrir þá sem vilja fara á eigin kostnað.
Í öðru og þriðja sæti fengu keppendur Havana Club 7 Añejo, Havana Club 3 Añejo og Havana Club Añejo Especial. Að auki var Teiti afhent barþjónasett merkt Havana Club fyrir besta þemað.
Allir keppendur fengu Havana Club Añejo Especial í þátttöku verðlaun.
Keppendur sem kepptu til úrslita voru:
- Jóhann B. Jónasson – Frederiksen Ale House
- Jónas Heiðarr – Apotek Restaurant
- Jónmundur Þorsteinsson – KOPAR
- Leó Snæfeld Pálsson – Lava, Bláa lónið
- Lukas Navalinskas – Hlemmur Square
- Orri Páll Vilhjálmsson – Apotek Restaurant (tilkynnti forföll)
- Styrmir Gunnarsson – Kaffitár
- Teitur Ridderman Schiöth – Slippbarinn
Dómarar voru:
- Blaz Roca
- Daníel Jón
- Valtýr Bergmann
Meðfylgjandi myndir tók Ólöf Rún Sigurðardóttir framreiðslumaður og hvetjum alla að fylgja henni á facebook síðunni Orsshoots.
![Havana club & The Nordic Tropic - Kokteilkeppni haldin 28. ágúst 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/08/Jóhann-B-1.sæti-1024x683.jpg)
Verðlaunadrykkurinn Vikings of the caribbean
Jóhann B. segir um þemað:
Þema drykkjarins er að drykkurinn táknar heimferð íslenskra sjómanna heim til Íslands frá Kúbu. Þar sem sjómennirnir fóru frá Íslandi í leit ađ nýjum hráefnum til ađ blanda viđ brennivínið sitt og komu til baka með fullann farm af ananas, mango, bönunum, guave, lime, sykri og bros á vör.
![Havana club & The Nordic Tropic - Kokteilkeppni haldin 28. ágúst 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/08/Teitur-2-sæti-og-besta-concept-1024x683.jpg)
Besta þemað – Drykkurinn Velvet Escobar
2. sæti – Teitur Ridderman Schiöth
Teitur segir um þemað:
Þegar Reykjavík Bar Summit var í gangi seinast hitti ég mikið af áhugaverðu liði. Þar á meðal var ofur duoið frá barnum Super Panda Circus sem er staðsettur í Tékklandi. Við töluðum mikið saman um kokteila og aðferðir. Á meðal aðferða sögðu þau mér frá því hvernig væri hægt að flash frjósa kokteila með fljótandi köfnunarefni og búa þannig til ís. Við prófuðum þetta á slipp og kom þetta mjög vel út! Eftir mikið spjall og uppruna af góðri vinnáttu gáfu þau mér tips krukku í gjöf sem þau nota á barnum sínum. Í minningu þeirra ætla ég að nota þessa krukku sem props fyrir drykkinn minn.
![Havana club & The Nordic Tropic - Kokteilkeppni haldin 28. ágúst 2016](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2016/08/Jónmundur-3.sæti-1024x683.jpg)
Havananas
3. sæti – Jónmundur Þorsteinsson
Jónmundur segir um þemað:
Þegar ég frétti af keppninni og conceptinu þá hugsaði ég strax um villta plöntu sem við strákarnir jöpluðum á þegar við tróðumst óboðnir í gegnum garða Laugardalsins. Eftir örstutta athugun komst ég að því að sú planta heitir kerfill og ég skottaðist út að angra nágranna mína í vesturbænum í þeirri von um að finna villtan kerfil. Þegar ég var búinn að safna að mér nægum kerfil þá fór ég á barinn og íhugaði hvernig ég myndi nota hann í kokteil. Það fyrsta sem ég hugsaði var vanilla og ananas, sem mér fannst einnig passa fullkomlega með dökku rommi. Þessi hráefni plús auka sýra úr sítrónunni og beiskjunni úr bitternum gerði þennan ljómandi kokteil.
Myndir tók Ólöf Rún Sigurðardóttir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita