Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann B. sigraði Havana club & The Nordic Tropic – Myndir
Kokteilkeppnin Havana club & The Nordic Tropic var haldin á Jacobsen Loftinu á sunnudaginn s.l.
Fjölmargir keppendur sendu inn uppskriftir og voru valdnar 8 uppskriftir sem keppt var með til úrslita. Í keppninni var notast við íslensk hráefni og þema til að tengja sögu.
Hver keppandi framreiddi þrjú eintök af sama kokteil fyrir dómara og myndatökumenn.
Það var síðan Jóhann B. Jónasson sem sigraði keppnina en hann starfar á veitingastaðnum Frederiksen Ale House. Í öðru sæti var Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarnum en hann fékk einnig sérstök verðlaun fyrir þemað. Í þriðja sæti var Jónmundur Þorsteinsson frá veitingastaðnum Kopar.
Glæsileg verðlaun eru í boði, en Jóhann B. tekur þátt í barþjónanámskeiði og keppnum í Tallinn höfuðborg Eistlands á vegum alþjóðlega barþjónaklúbbsins International bartender association (IBA). Það er Globus sem fjármagnar flugið og Barþjónaklúbbur Íslands sér um allt uppihald, en námskeiðið er haldið dagana 6. til 17. nóvember næstkomandi.
Fyrir þá sem áhuga hafa, þá býður Barþjónaklúbburinn aðstoð sína fyrir þá sem vilja fara á eigin kostnað.
Í öðru og þriðja sæti fengu keppendur Havana Club 7 Añejo, Havana Club 3 Añejo og Havana Club Añejo Especial. Að auki var Teiti afhent barþjónasett merkt Havana Club fyrir besta þemað.
Allir keppendur fengu Havana Club Añejo Especial í þátttöku verðlaun.
Keppendur sem kepptu til úrslita voru:
- Jóhann B. Jónasson – Frederiksen Ale House
- Jónas Heiðarr – Apotek Restaurant
- Jónmundur Þorsteinsson – KOPAR
- Leó Snæfeld Pálsson – Lava, Bláa lónið
- Lukas Navalinskas – Hlemmur Square
- Orri Páll Vilhjálmsson – Apotek Restaurant (tilkynnti forföll)
- Styrmir Gunnarsson – Kaffitár
- Teitur Ridderman Schiöth – Slippbarinn
Dómarar voru:
- Blaz Roca
- Daníel Jón
- Valtýr Bergmann
Meðfylgjandi myndir tók Ólöf Rún Sigurðardóttir framreiðslumaður og hvetjum alla að fylgja henni á facebook síðunni Orsshoots.
Myndir tók Ólöf Rún Sigurðardóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025