Bocuse d´Or
Jérôme Bocuse fetar í fótspor föður síns
Jérôme Bocuse sonur Paul Bocuse hefur verið kosinn forseti Bocuse d’Or keppninnar. Jérôme er þó enginn nýgræðingur í keppninni en hann hefur tekið virkan þátt og setið í fjölmörgum nefndum í tengslum við keppnina frá því að keppnin var haldin fyrst árið 1987.
Jérôme útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1992 frá hinum virta skóla „The Culinary Institute of America“. Síðan þá hefur hann verið viðlogandi Bocuse d’Or og sem varaforseti í Bocuse d’Or USA Foundation ásamt matreiðslumönnunum Thomas Keller og Daniel Boulud. Að auki hefur Jérôme rekið franska veitingastaðinn „Les Chefs de France“ frá árinu 1996. Til gamans má geta að Jérôme var gestadómari á Top Chef árið 2009.
Það verður því táknrænn viðburður þegar Bocuse d´Or fer fram í byrjun á næsta ári, því að keppnin verður 30 ára og að auki nýr forseti sem stýrir keppninni.
Bocuse d´Or keppnin fer fram 24. og 25. janúar 2017 í Lyon í Frakklandi, þar sem Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður keppir fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmenn eru Hinrik Örn Lárusson og Sölvi Már Davíðsson. Dómari sem dæmir fyrir hönd Ísland er Sturla Birgisson matreiðslumeistari.
Hér að neðan eru vinningshafar frá því keppnin hófst árið 1987. Árið 2001 lenti Hákon Már í 3. sæti sem er besti árangur Ísland fram að þessu.
Ár | Bocuse d’Or | Silfur Bocuse | Brons Bocuse |
---|---|---|---|
1987 | ![]() |
![]() |
![]() |
1989 | ![]() |
![]() |
![]() |
1991 | ![]() |
![]() |
![]() |
1993 | ![]() |
![]() |
![]() |
1995 | ![]() |
![]() |
![]() |
1997 | ![]() |
![]() |
![]() |
1999 | ![]() |
![]() |
![]() |
2001 | ![]() |
![]() |
![]() |
2003 | ![]() |
![]() |
![]() |
2005 | ![]() |
![]() |
![]() |
2007 | ![]() |
![]() |
![]() |
2009 | ![]() |
![]() |
![]() |
2011 | ![]() |
![]() |
![]() |
2013 | ![]() |
![]() |
![]() |
2015 | ![]() |
![]() |
![]() |
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati