Bocuse d´Or
Jérôme Bocuse fetar í fótspor föður síns
Jérôme Bocuse sonur Paul Bocuse hefur verið kosinn forseti Bocuse d’Or keppninnar. Jérôme er þó enginn nýgræðingur í keppninni en hann hefur tekið virkan þátt og setið í fjölmörgum nefndum í tengslum við keppnina frá því að keppnin var haldin fyrst árið 1987.
Jérôme útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1992 frá hinum virta skóla „The Culinary Institute of America“. Síðan þá hefur hann verið viðlogandi Bocuse d’Or og sem varaforseti í Bocuse d’Or USA Foundation ásamt matreiðslumönnunum Thomas Keller og Daniel Boulud. Að auki hefur Jérôme rekið franska veitingastaðinn „Les Chefs de France“ frá árinu 1996. Til gamans má geta að Jérôme var gestadómari á Top Chef árið 2009.
Það verður því táknrænn viðburður þegar Bocuse d´Or fer fram í byrjun á næsta ári, því að keppnin verður 30 ára og að auki nýr forseti sem stýrir keppninni.
Bocuse d´Or keppnin fer fram 24. og 25. janúar 2017 í Lyon í Frakklandi, þar sem Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður keppir fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmenn eru Hinrik Örn Lárusson og Sölvi Már Davíðsson. Dómari sem dæmir fyrir hönd Ísland er Sturla Birgisson matreiðslumeistari.
Hér að neðan eru vinningshafar frá því keppnin hófst árið 1987. Árið 2001 lenti Hákon Már í 3. sæti sem er besti árangur Ísland fram að þessu.
| Ár | Bocuse d’Or | Silfur Bocuse | Brons Bocuse |
|---|---|---|---|
| 1987 | |||
| 1989 | |||
| 1991 | |||
| 1993 | |||
| 1995 | |||
| 1997 | |||
| 1999 | |||
| 2001 | |||
| 2003 | |||
| 2005 | |||
| 2007 | |||
| 2009 | |||
| 2011 | |||
| 2013 | |||
| 2015 |
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






