Bocuse d´Or
Jérôme Bocuse fetar í fótspor föður síns
Jérôme Bocuse sonur Paul Bocuse hefur verið kosinn forseti Bocuse d’Or keppninnar. Jérôme er þó enginn nýgræðingur í keppninni en hann hefur tekið virkan þátt og setið í fjölmörgum nefndum í tengslum við keppnina frá því að keppnin var haldin fyrst árið 1987.
Jérôme útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1992 frá hinum virta skóla „The Culinary Institute of America“. Síðan þá hefur hann verið viðlogandi Bocuse d’Or og sem varaforseti í Bocuse d’Or USA Foundation ásamt matreiðslumönnunum Thomas Keller og Daniel Boulud. Að auki hefur Jérôme rekið franska veitingastaðinn „Les Chefs de France“ frá árinu 1996. Til gamans má geta að Jérôme var gestadómari á Top Chef árið 2009.
Það verður því táknrænn viðburður þegar Bocuse d´Or fer fram í byrjun á næsta ári, því að keppnin verður 30 ára og að auki nýr forseti sem stýrir keppninni.
Bocuse d´Or keppnin fer fram 24. og 25. janúar 2017 í Lyon í Frakklandi, þar sem Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður keppir fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmenn eru Hinrik Örn Lárusson og Sölvi Már Davíðsson. Dómari sem dæmir fyrir hönd Ísland er Sturla Birgisson matreiðslumeistari.
Hér að neðan eru vinningshafar frá því keppnin hófst árið 1987. Árið 2001 lenti Hákon Már í 3. sæti sem er besti árangur Ísland fram að þessu.
Ár | Bocuse d’Or | Silfur Bocuse | Brons Bocuse |
---|---|---|---|
1987 | ![]() |
![]() |
![]() |
1989 | ![]() |
![]() |
![]() |
1991 | ![]() |
![]() |
![]() |
1993 | ![]() |
![]() |
![]() |
1995 | ![]() |
![]() |
![]() |
1997 | ![]() |
![]() |
![]() |
1999 | ![]() |
![]() |
![]() |
2001 | ![]() |
![]() |
![]() |
2003 | ![]() |
![]() |
![]() |
2005 | ![]() |
![]() |
![]() |
2007 | ![]() |
![]() |
![]() |
2009 | ![]() |
![]() |
![]() |
2011 | ![]() |
![]() |
![]() |
2013 | ![]() |
![]() |
![]() |
2015 | ![]() |
![]() |
![]() |
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.