Viðtöl, örfréttir & frumraun
Issi Fish & Chips stækkar við sig – Issi: „Þetta ferli er búið að vera hreint ævintýri“
Framkvæmdir standa yfir á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem matarvagninn Issi Fish & Chips er staðsettur, en þar er verið að koma upp aðstöðu/vinnslu eldhús.
Jóhann Issi Hallgrímsson og eiginkona hans Hjördís Guðmundsdóttir reka tvo matarvagna undir heitinu Issi Fish & Chips.
Einn vagninn er staðsettur á Fitjum og hinn er ferðavagn sem notaður er í allskyns viðburði og hefur t.a.m. gert mikla lukku með Reykjavík streetfood og öðrum frábærum vögnum.
„Þetta ferli er búið að vera hreint ævintýri, en mikil vinna. Það er ekki margir sem myndu hætta í mjög góðu starfi eins og konan mín hún Hjördís, þegar hún tók ákvörðun um að hætta í Bláa Lóninu til að aðstoða mig í byrjun.“
Sagði Jóhann Issi Hallgrímsson betur þekktur sem Issi, í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um hvernig hefur gengið frá opnun, en Issi Fish & Chips var fyrst opnað í júní 2017.
„Saman höfum við staðið teinrétt og staðföst að láta þetta ganga hvernig sem hlutinir þróast, vissulega hefur mikið gengið á, fyrst Wow air, Max vélarnar og síðast en ekki síst covid og engir ferðamenn í augsýn þetta árið.
Þá eru góð ráð dýr, fara í framkvæmdir, sem eru búin að vera í bið í heilt ár. Það skítur því skökku við að fara í framkvæmdir í miðju ferðamanna hruni.
Þessi viðbygging mun þó hafa í för með sér hagræðingu í rekstri, allan undirbúning og auka þjónustu og fleiri fiskrétti svo sem djúpsteiktar gellur sem er nýr réttur á matseðli á Fitjum.
„Við erum bjartsýn með framhaldið og hlökkum mikið til þegar framkvæmdum lýkur.“
sagði Issi að lokum.
Fylgist með þeim á facebook hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði