Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslenskur Síder í fyrsta sinn á markað

Birting:

þann

Íslenskur Síder

Sveinn Steinsson matreiðslumeistari

Fyrsti íslenski síder-inn (Cider) hefur litið dagsins ljós og er hannaður af Sveini Steinssyni matreiðslumeistara. Síder-inn heitir Sultuslakur og er gerður úr íslenskum rabarbarasafa og eplum og eru fleiri samsetningar væntanlegar.

Sveinn starfar sem matreiðslumeistari hjá Símanum. Hann lærði fræðin á tímabilinu 2006 til 2010 hjá Perlunni sem var og hét og útskrifaðist síðar frá meistaraskólanum.

Sveinn hefur starfað á veitingastöðunum Matur og drykkur, Renaa Matbare, Hótel Rangá og nú hjá Símanum. Eigandi Renaa Matbare er Sven Erik Renaa, en hann var meðal annars þjálfari norska ungliðalandsliðsins og einnig Kokkalandsliðsins. Hann var keppandi í Bocuse d´or árið 2007, er mikill íslandsvinur og Food and fun kokkur ársins 2014.

Hvað er síder?

Fyrir þá sem ekki vita, þá er síder gerjaður eplasafi. Síder er einn af elstu gerjuðu drykkjum sem til eru og eru því til ótal leiðir til að búa hann til. Áhersla hjá Sveini er á rabarbara þar sem hann er „ávöxtur“ okkar Íslendinga og Sveinn notar önnur hráefni með rabarbaranum.

Hvernig kom það til að þú fórst að búa til síder?

„Á þeim tíma sem ég vann á Mat og Drykk fékk ég mikinn áhuga á staðbundu hráefni þ.e.a.s. að fara út í náttúruna og tína það sem í boði hverju sinni og nota það í matargerð. Sú spurning vaknaði hvernig við gætum nýtt rabarbarann betur þar sem hann vex vel víða og er ódrepandi. Sú staðreynd í bland við áhuga á gerjun gerði það að verkum að ég byrjaði að prófa mig áfram í víngerð og þróaðist áfram yfir í sídergerð.“

Sagði Sveinn í samtali við veitingageirinn.is

Fékk fyrir tilviljun aðgang að gömlum rabarbaragarði

Íslenskur Síder

Sveinn Steinsson matreiðslumeistari.
Síðastliðið sumar fékk Sveinn fyrir tilviljun aðgang að gömlum rabarbaragarði í Syðra Langholti og var uppskeran þaðan mjög góð.

Sveinn fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum síðan á veitingastaðnum Matur og Drykkur þar sem hann starfaði hjá og út frá því þróaðist samstarf við Ægi Brugghús. Þess á milli gróðursetti Sveinn rabarbarafræ undir Eyjafjöllum, stofnaði fyrirtækið Súra ehf og kom upp aðstöðu á Selfossi.

Það var síðan síðastliðið sumar að fékk Sveinn fyrir tilviljun aðgang að gömlum rabarbaragarði í Syðra Langholti og var uppskeran þaðan mjög góð.

Auglýsingapláss

„Á meðan margir kvörtuðu yfir lélegu sumri, skilaði það okkur 4 tonnum af rabarbara sem við svo unnum úr á Selfossi með góðri hjálp vina og vandamanna. Hugmyndin var alltaf að setja upp brugghús líka, en svo kynntumst við Óla í Ægi brugghúsi og úr þeim kynnum varð gott samstarfsverkefni.“

Sagði Sveinn að lokum.

Íslenskur Síder

Sultuslakur er nú þegar fáanlegur á dælu á nokkrum stöðum, en kemur út von bráðar í flöskum.

Sultuslakur er nú þegar fáanlegur á dælu á eftirfarandi stöðum; Skál, Bryggjan brugghús, Smiðjan brugghús, Brewdog og Mímir á Hótel Sögu og kemur út von bráðar í flöskum.

Fyrir áhugsama sem vilja vita meira um fyrsta Íslenska síder-inn er bent á að hafa samband við Svein í síma 823-9797 eða á netfangið [email protected]

 

Myndir: aðsendar

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið