Keppni
Íslenskur keppandi keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu
Í næstu viku, 28 jan – 2 feb, fara fram Ólympíuleikar ungkokka í Indlandi og mun Ísland eiga keppanda þar. Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti hreppti Ísland 6. sætið. Til mikils er að vinna, því verðlaunafé fyrir sigur í þessari sterku keppni er 1,2 milljónir.
Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata.
Er þetta í annað sinn sem að ísland tekur þátt.
Sjá einnig: Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi
Keppandinn sem um ræðir heitir Anton Elí Ingason og er frá Akranesi. Hann hefur verið aðstoðarmaður í Boucus O´dor þegar Bjarni Siguróli keppti fyrir Íslands hönd. Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.
Anton hefur æft stíft fyrir keppnina í Hótel og matvælaskólanum undanfarnar vikur. Í æfingunum skiptir tímasetning öllu segir Anton, því keppendum er úthlutað tíma í verkefnin, aðeins 1 og hálfur tími á hverjum keppnisdegi og eru verkefnin mjög margbreytileg. Allt frá úrbeiningu á kjúklingi og elda aðalrétt úr honum yfir í bakstur á perueftirrétti eða grænmetisrétti úr framandi hráefni.
Aðspurður segir Anton að hann hlakki mest til að vinna með allt það framandi hráefni sem verður skaffað, margt nýtt sem hann hefur ekki unnið með áður.
Þjálfarinn hans í keppninni er Hinrik Carl Ellertsson, sem var rekstarstjóri á Dill restaurant auk þess að starfa í dag sem kennari við Hótel og matvælaskólann.
„Ég hef mikla trú á drengnum, hann hefur staðið sig vel í undirbúningi og er mikil tilhlökkun í hópnum.“
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir og myndir frá keppninni.
Einnig verður hægt að fylgja keppendum á Instagram reikning Matarauðs.
Myndband frá keppninni árið 2016
Myndir: aðsendar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas