Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Íslenskur kandídat í Trophée Ruinart vínþjónakeppninni

Birting:

þann

Andreas Larsson

Andreas Larsson

Trophée Ruinart vínþjónakeppnin fór fram síðustu helgi dagana 16-18 júní í Reims og París í Frakklandi.

35 vínþjónar tóku þátt í keppninni sem er talin ein sú erfiðasta keppni í vínfræðum, framreiðslu, samsetningu matar og víns og blindsmakki.

Keppendur þurfa að vera mjög vel að sér í faginu.

Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn frá Nordica hóteli var candidate Íslands og gekk henni vel í keppninni, þó svo að hún hafi ekki lent í þremur efstu sætum.

Fréttaritari hafði samband við Elísabetu og var hún hin hressasta og spurði hana um keppnina.
„Þetta var alveg frábær ferð og ég var að koma til landsins í gærdag. Ég hef aldrei drukkið eins mikið af kampavíni á ævinni, en það var á hverjum degi á meðan keppnin stóð, því að þarna voru fjölmargir vínframleiðendur að sýna og kynna vörur sínar“, en eins og við hér í Vínhorninu viljum nú segja að „Hóflega drukkið vín, gleður mannsins hjarta“ og það gerði hún Alba svo sannarlega enda efnilegur Vínþjónn. Elísabet tók það fram að fjölmargir fréttamenn hafi haft samband við hana í sjálfri keppninni, enda ekki á hverjum degi að sjá vínþjón með fjölmarga eyrnalokka og hanakamp, en Elísabet Alba er talin ein sú efnilegasti vínþjónn hér á Íslandi.

Úrslit urðu þannig:

1. sæti
Robert lie frá Noregi

2. sæti
Paolo Basso frá Swiss

3. sæti
Eric Zwiebel frá Frakklandi

Til gamans má geta að Andreas Larsson er talin einn sá besti Sommelier í Evrópu og hefur hann unnið nokkur ár í röð í þessari virtu vínþjónakeppni, en hér fyrir neðan er hans ferill:

2003 Best Sommelier of Sweden (Trophée Ruinart)
2004 Best Sommelier of Europe (Trophée Ruinart)
2005 Best Sommelier of Sweden
2005 Wine international Sommelier of the year
2005 selected in the Grand Jury Européen (GJE)
Candidate for the Best Sommelier of the world championship in Spain 2007

Andreas Larsson is currently the best Sommelier of Europe (Trophée Ruinart Meilleur Sommelier d’Europe 2004).
He is today considered the leading sommelier and wine taster of Sweden.
He has a special affinity for the classical french vineyards, the evolution in Spain, great Riesling, Sherry and Champagne.
AL started his career as a chef in 1990 after graduating from restaurant school and worked active as a chef for several years.
After some brief periods of combining the cuisine with playing Jazz music he decided to focus more on his interest for wine and the world of beverages.
After a lot of travelling and studies AL got his sommelier
diploma at „Restaurangakademien“ in Stockholm 1999.

Larsson is today the head sommelier at restaurant Bon Lloc (*guide Michelin).
He is the consultant Sommelier for Asiana Airlines
He is a lecturer at various sommelier educations in Scandinavia.
A frequent contributor to various wine publications in sweden and abroad.
Often hired as a taster in international wine competitions

CONTACT: [email protected]

Heimasíða keppninnar Trophée Ruinart

Heimasíða Ruinart

Vínþjónasamtökin var einn af þeim aðilum sem stóðu fyrir þessari ferð.

Vínþjónasamtökin koma síðan til með að halda tvær keppnir núna í haust 2006 og eru það norðurlandakeppni vínþjóna og Vínþjónn ársins, en sá keppandi sem nær þeim titil „Vínþjónn ársins“ fær þáttökurétt að keppa í heimsmeistarkeppni vínþjóna í Barcelona í mars árið 2007. Það verður gaman að fylgjast vel með þeim í Vínþjónasamtökunum og að sjálfsögðu færum við ykkur fréttirnar um leið og þær berast.

Mynd: Instagram / @legrandsommelier

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið