Vín, drykkir og keppni
Íslenskt viskí vinnur til gullverðlauna í London
Flóki Single Malt Whisky frá Eimverk Distillery vann gullverðlaun í London Spirits Competition 2020, mánudaginn síðastliðinn. Keppnin hófst 6 Júlí og voru yfir 1000 vörur skráðar frá 69 löndum, þar af 122 viskí.
Flóki er fyrsta og eina íslenska viskíið og er framleitt úr íslensku byggi af Eimverk Distillery í Garðabænum. Nú þegar, hefur Flóki náð nokkuð góðum árangri á erlendum mörkuðum og er í dag fluttur út til yfir 20 landa, þar með talið til Þýskalands, Frakklands, Bandaríkjanna, Kína og Japan.
Flóki hlaut 93 stig í keppninni og aðeins 3 önnur viskí hlutu gullverðlaun af 122. Bragð vörunnar vegur hæst í stigagjöf og gefur allt að 50 stig. Síðan eru 25 stig gefin fyrir verðgildi og 25 stig fyrir útlit og framsetningu.
„Við erum gríðarlega ánægð og stolt af þessum árangri. Við eigum stórkostlega gott vatn og bygg hér á Íslandi og undanfarin 10 ár höfum við stöðugt verið að bæta okkur í viskígerð“
Segir Haraldur Þorkelsson forstjóri Eimverks í tilkynningu.
Eimverk Distillery var stofnað árið 2011 með það að markmiði að þróa og framleiða íslenskt viskí úr 100% íslenskum hráefnum. Flóki kom fyrst á markað árið 2014 og hefur verið í stöðugri þróun undanfarin 10 ár. Eimverk býður upp á verksmiðjuheimsóknir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér framleiðsluna og vöruna nánar.
Flóki viskí er fáanlegt í Fríhöfninni, ÁTVR og á betri veitingastöðum landsins.
Mynd: aðsend
-
Frétt21 klukkustund síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum