Vín, drykkir og keppni
Íslenskt gin hlýtur gullverðlaun í World Drinks Awards í Bretlandi
Nýverið fékk Marberg Gin gullverðlaun á hinum virtu World Drinks Awards í Bretlandi, ásamt því að vera valið besta íslenska dry ginið. Keppnin er haldin árlega og eru það einungis vörur sem fá yfir 90 stig sem hljóta gullverðlaun.
„Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur. Meðan á covid stóð þá tókum við ginið okkar alveg í gegn, breyttum uppskrift, aðferð, umbúðum og bættum við fleirum vörum í línuna.
Það er mjög gaman að sjá hversu góðar viðtökurnar hafa verið, bæði hér heima og erlendis.“
segir Birgir Már, framkvæmdastjóri Þoran Distillery.
Marberg, sem eimað er í Hafnarfirðinum, inniheldur heilar 22 kryddjurtir, meðal annars íslenskt söl og íslensk birkilauf.
Í Marberg vörulínunni má einnig finna tunnuþroskað gin sem fengið hefur að liggja á eikartunnum í þrjá mánuði eða meira, ásamt svokölluðu ‘navy strength gini’, en það er undirflokkur af gini sem þarf að vera að lágmarki 57.1% í áfengisstyrk.
„Það er líka mjög spennandi vara, en þar sem við erum ekki með neinn sjóher hér á landi þá kjósum við að kalla þetta ‘coast guard gin’.
Það inniheldur m.a. söl, beltisþara, súraldin og piparmyntu og er væntanlegt á næstu vikum.“
Segir Birgir að lokum.
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt11 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur