Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Nú stendur yfir Norðurlandakeppnin í framreiðslu og matreiðslu í Herning í Danmörku, en keppnin hófst í gær og seinni keppnisdagur fer fram í dag. Þar eru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem keppa um Norðurlandameistaratitilinn.
Eins og áður segir þá hófst keppnin í gær með Nordic Green Chef og voru tveir keppendur sem kepptu fyrir hönd Íslands, þær Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir og stóðu þær sig frábærlega.
Íslensku keppendurnir:
Iðunn Sigurðardóttir – Nordic Chef
Jafet Bergmann Viðarsson – Nordic Young Chef
Kristín Birta Ólafsdóttir – Nordic Green Chef
Sara Káradóttir – Nordic Green Chef
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir – Nordic Waiter
Í dag fer fram keppnin Matreiðslumaður Norðurlandanna „Nordic Chef“ og þar keppir Iðunn Sigurðardóttir. Einnig keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í dag um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda eða Nordic Waiter og Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna eða Nordic Young Chef, sem að Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í eftirminnilega árið 2022,
Hægt er að fylgjast með keppnunum á Instagram og Facebook síðum Kokkalandsliðsins.
View this post on Instagram
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá gærdeginum.
Myndir: aðsendar / Klúbbur matreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði