Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Nú stendur yfir Norðurlandakeppnin í framreiðslu og matreiðslu í Herning í Danmörku, en keppnin hófst í gær og seinni keppnisdagur fer fram í dag. Þar eru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem keppa um Norðurlandameistaratitilinn.
Eins og áður segir þá hófst keppnin í gær með Nordic Green Chef og voru tveir keppendur sem kepptu fyrir hönd Íslands, þær Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir og stóðu þær sig frábærlega.
Íslensku keppendurnir:
Iðunn Sigurðardóttir – Nordic Chef
Jafet Bergmann Viðarsson – Nordic Young Chef
Kristín Birta Ólafsdóttir – Nordic Green Chef
Sara Káradóttir – Nordic Green Chef
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir – Nordic Waiter
Í dag fer fram keppnin Matreiðslumaður Norðurlandanna „Nordic Chef“ og þar keppir Iðunn Sigurðardóttir. Einnig keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í dag um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda eða Nordic Waiter og Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna eða Nordic Young Chef, sem að Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í eftirminnilega árið 2022,
Hægt er að fylgjast með keppnunum á Instagram og Facebook síðum Kokkalandsliðsins.
View this post on Instagram
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá gærdeginum.
Myndir: aðsendar / Klúbbur matreiðslumeistara
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin























