Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Nú stendur yfir Norðurlandakeppnin í framreiðslu og matreiðslu í Herning í Danmörku, en keppnin hófst í gær og seinni keppnisdagur fer fram í dag. Þar eru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem keppa um Norðurlandameistaratitilinn.
Eins og áður segir þá hófst keppnin í gær með Nordic Green Chef og voru tveir keppendur sem kepptu fyrir hönd Íslands, þær Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir og stóðu þær sig frábærlega.
Íslensku keppendurnir:
Iðunn Sigurðardóttir – Nordic Chef
Jafet Bergmann Viðarsson – Nordic Young Chef
Kristín Birta Ólafsdóttir – Nordic Green Chef
Sara Káradóttir – Nordic Green Chef
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir – Nordic Waiter
Í dag fer fram keppnin Matreiðslumaður Norðurlandanna „Nordic Chef“ og þar keppir Iðunn Sigurðardóttir. Einnig keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í dag um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda eða Nordic Waiter og Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna eða Nordic Young Chef, sem að Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í eftirminnilega árið 2022,
Hægt er að fylgjast með keppnunum á Instagram og Facebook síðum Kokkalandsliðsins.
View this post on Instagram
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá gærdeginum.
Myndir: aðsendar / Klúbbur matreiðslumeistara

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?