Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Nú stendur yfir Norðurlandakeppnin í framreiðslu og matreiðslu í Herning í Danmörku, en keppnin hófst í gær og seinni keppnisdagur fer fram í dag. Þar eru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem keppa um Norðurlandameistaratitilinn.
Eins og áður segir þá hófst keppnin í gær með Nordic Green Chef og voru tveir keppendur sem kepptu fyrir hönd Íslands, þær Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir og stóðu þær sig frábærlega.
Íslensku keppendurnir:
Iðunn Sigurðardóttir – Nordic Chef
Jafet Bergmann Viðarsson – Nordic Young Chef
Kristín Birta Ólafsdóttir – Nordic Green Chef
Sara Káradóttir – Nordic Green Chef
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir – Nordic Waiter
Í dag fer fram keppnin Matreiðslumaður Norðurlandanna „Nordic Chef“ og þar keppir Iðunn Sigurðardóttir. Einnig keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í dag um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda eða Nordic Waiter og Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna eða Nordic Young Chef, sem að Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í eftirminnilega árið 2022,
Hægt er að fylgjast með keppnunum á Instagram og Facebook síðum Kokkalandsliðsins.
View this post on Instagram
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá gærdeginum.
Myndir: aðsendar / Klúbbur matreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar























