Keppni
Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku
Nú stendur yfir Norðurlandakeppnin í framreiðslu og matreiðslu í Herning í Danmörku, en keppnin hófst í gær og seinni keppnisdagur fer fram í dag. Þar eru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem keppa um Norðurlandameistaratitilinn.
Eins og áður segir þá hófst keppnin í gær með Nordic Green Chef og voru tveir keppendur sem kepptu fyrir hönd Íslands, þær Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir og stóðu þær sig frábærlega.
Íslensku keppendurnir:
Iðunn Sigurðardóttir – Nordic Chef
Jafet Bergmann Viðarsson – Nordic Young Chef
Kristín Birta Ólafsdóttir – Nordic Green Chef
Sara Káradóttir – Nordic Green Chef
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir – Nordic Waiter
Í dag fer fram keppnin Matreiðslumaður Norðurlandanna „Nordic Chef“ og þar keppir Iðunn Sigurðardóttir. Einnig keppir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir í dag um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda eða Nordic Waiter og Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna eða Nordic Young Chef, sem að Gabríel Kristinn Bjarnason sigraði í eftirminnilega árið 2022,
Hægt er að fylgjast með keppnunum á Instagram og Facebook síðum Kokkalandsliðsins.
View this post on Instagram
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá gærdeginum.
Myndir: aðsendar / Klúbbur matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu























