Veitingarýni
Íslenski barinn – Veitingarýni
Það var fyrir skömmu, sem ég og ritstjórinn skelltum okkur á hinn enduropnaða Íslenska bar, sem nú er til húsa í Ingólfsstræti, gegnt Gamla bíói.
Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi tók á móti okkur og sagði frá hugmyndum í kringum staðinn og hver línan væri í matnum, að lokum settumst við eitt borð og var boðið að skoða matseðilinn og stuttu seinna komu drykkir á borðið og þá setti Gústav í gang ævintýra ferð í mat og drykk.
Djúpsteiktar rækjur með sterku Gunnars Mayonnaise.
Skemmtileg útfærsla og ekki of sterk
Humarpylsa hans Adda,ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
Þetta er killer, allir að smakka
Lamba og Béarnaise pylsa með súrum gúrku og stökkum lauk.
Klassík á nýstarlegan máta og dúndurgott
Laxatartar með capers og fullt af hráum lauk.
Mjög frískandi og bragðgóð samsetning
Mjög góður réttur, ekki of mikið reykbragð, samspil á bragði var mjög gott
Glæsileg útfærsla á klassískum rétti og afar gott á bragðið
Algjört æði, með þeim skemmtilegustu útfærslum á Hrefnu.
Skemmtileg framsetning, alvöru orly, ekki keypt tilbúið, mjög bragðgott, klassík sem stenst tímans tönn.
Algjör sigurvegari, djúsi, gott kjötbragð, nammi namm.
Steinlá, gott skyrbragð og meðlæti passaði vel við
Þetta er ein sú skemmtilegasta máltíð sem ég hef snætt á Íslandi, frumleiki og hugmyndaflæði alveg á fullu og hluturinn tekinn alla leið, meira segja gamall bekkur úr þjóðleikhúsinu, einnig skal þess getið að allir íslenskir bjórar eru seldir á staðnum, sumir á krana aðrir í flösku og svo rúsínan í pylsuendanum Egils appelsín í flösku með appalo lakkrísröri eins og í gamla daga.
Þjónustan þægilega góð og tónlistin tónuð sem uppfylling en ekki konsert, þessi staður er „must to try“, íslenskt í sinni bestu mynd.
Myndir: Smári

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast