Keppni
Íslenska Kokkalandsliðið vann til silfurverðlauna í gær – Myndir
Heimsmeistaramótið í matreiðslu stendur nú yfir í Lúxemborg og Íslenska kokkalandsliðið keppti í seinni keppnisgreininni sinni af tveimur í gær.
Greinin heitir „Chef’s Table” þar sem eldaður er þrettán rétta „fine-dining“ máltíð fyrir 12 manns. Dómefnd mótsins birti niðurstöðurnar fyrir daginn í gær núna rétt í þessu og hlaut liðið silfur verðlaun fyrir frammistöðuna.
Eins og fram hefur komið þá vann liðið til gullverðlaunanna fyrir fyrri keppnisdaginn sinn, sl. laugardag. Lokaniðurstaða samanlagðrar stigakeppni liggur svo fyrir undir lok dags á morgun.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem rekur Íslenska Kokkalandsliðið. Keppnismatreiðsla er í rauninni frádráttarkeppni og er fyrirkomulagið þannig að það byrja allir með 100 stig sem lækkar síðan með tilliti til snyrtimennsku, fagmennsku, útlits rétta og bragðs.
Gullframmistaða er yfir 90 stig, silfurframistaða milli 80 og 90 stig og brons milli 70 og 80 stig. Á mótinu í ár eru um 20 lönd sem taka þátt. Úrslit verða svo kynnt Lúxemborg á fimmtudaginn og liðið kemur svo heim á föstudag.
Myndir sem fylgja eru frá keppninni í gær og eru teknar af Brynju Kr. Thorlacius.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi