Vertu memm

Keppni

Íslenska Kokkalandsliðið í 9. sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu – Úrslitin úr öllum greinum hér

Birting:

þann

Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í matreiðslu 2016

Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í matreiðslu 2016
Mynd: olympiade-der-koeche.com

Í gær lauk Ólympíuleikarnir í matreiðslu sem haldnir voru í Erfurt á Þýskalandi og eru þetta stærstu Ólympíuleikarnir sem haldnir hafa verið frá upphafi eða frá árinu 1900.  25 þúsund gestir komu á leikana til að fylgjast með 2000 matreiðslumenn frá 59 þjóðum keppa til verðlauna í hinum ýmsum greinum.

Í landsliða keppninni var Singapore sigurvegari Ólympíuleikanna í samanlögðum stigum, Finnland var í öðru sæti og Sviss í þriðja sæti.

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Íslenska Kokkalandsliðið hlaut fern verðlaun
Mynd: Stefanía Ingvarsdóttir

Eins og fram hefur komið þá fékk Íslenska Kokkalandsliðið gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og bronsverðlaun.  Á leikunum er keppt í mörgum greinum og var Ísland í 3. sæti landsliða í eftirréttum “Culinary Pastry Art” og í 9. sæti í samanlögðum stigum. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í ungliða keppni Kokkalandsliða undir 25 ára, þá sigraði Svíþjóð, Sviss í 2. sæti og Noregur í 3. sæti.  pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í landshluta keppninni sigraði liðið frá Stokkhólm í Svíþjóð, liðið í 2. sæti var frá Skåne í Svíþjóð og í 3. sæti var liðið frá Amber Alliance í Rússlandi. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í veislu-, og mötuneytis keppninni sigraði lið Fazer frá Finnlandi og lið frá höfuðstöðvum Fazer var í 2. sæti og í 3. sæti var liðið frá Nationale Catering í Danmörku. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Í útskurði „Life Carving“ sigraði Kao Shih Ta, í 2. sæti var Domenico Lucignano og Kuan-Min Chen í 3. sæti. pdf_icon Öll úrslitin hér.

Fleira tengt efni hér.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið