Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Íslenska bjórhátíðin hefst á morgun – Sjáðu alla dagskrána hér

Birting:

þann

Bjórhátíð 2018

KEX Hostel og KEX Brewing heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð á fimmtudag, föstudag og laugardag. Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.

Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendra brugghúsa og hefur fjöldi brugghúsa aldrei verið meiri. Fjöldi nýrra íslenskra brugghúsa hefur aldrei verið eins mikill og í ár og eru brugghúsin Austri, Beljandi, Jón Ríki, Lady Brewery, Malbygg, Mono, Öldur, Ölverk, ÖR Brewing Project og Ægisgarður eru allt Brugghús sem eru ný og hafa ekki tekið þátt áður. Á hátíðinni boðið upp á bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga af þeim Margréti Erlu Maack frá Reykjavík Kabarett, Emmsjé Gauta og Prins Póló.

Bjórhátíðin 2018

Tilgangur hinnar Íslensku bjórhátíðar er að efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættari drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almennings á framleiðslu og kynningu á handverksbjórum úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hverskonar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru náskyld og eiga vel saman.

Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hún stækkað ár hvert og hyggst enn fremur að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum.

Brugghúsin sem taka þátt hafa verið tilkynnt og má fylgjast betur með tíðindum, dagskrá og tengdum viðburðum Facebook-síðu hátíðarinnar. 14 af brugghúsunum eru á lista heimasíðunnar RateBeer.com yfir 100 bestu Brugghús heims.

Miðasala hefur gengur vel og eru örfáir miðar til hér.

Brugghúsin

18th Street Brewery, Aslin Beer Co., Austri, Barr, Beavertown Brewery, Beljandi, Black Project Spontaneous & Wild Ales, Bokkereyder, Borg Brugghús, Brewing Költur, Brewski, Brothers Brewery, BRUS, Civil Society Brewing Co, Cloudwater Brew Co., Collective Arts Brewing, Cycle Brewing, Einstök, Fonta Flora Brewery, de Garde Brewing, Garage Beer Co., Half Acre Beer Company, J. Wakefield Brewing, Járn og Gler / Malbygg, Jón Ríki, KEX Brewing, Lady Brewery, Lamplighter Brewing Co., Lord Hobo Brewing Company, Mantra Artisan Ales, Mikkeller, O/O Brewing, Mono, Half Brewing Co.People Like Us, Prairie Artisan Ales, Reykjavík Brewing Company, Smiðjan, Speciation Artisan Ales, Surly Brewing Company To Øl, Transient Artisan Ales, Vífilfell, Voodoo Brewing Co., Warpigs, Ægisgarður, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Ölverk og ÖR Brewing Project.

DAGSKRÁIN

Fimmtudagur, 22. febrúar

17:00 Fyrsta lota hátíðarinnar hefst og lýkur klukkan 20:00
17:00 Raxtur í boði TVG Zimsen.
20:00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík.
20:00 Miss Mokki skemmtir og þeytir skífum á KEX Hostel.
23:00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel.

Föstudagur, 23. febrúar

17:00 Önnur lota hefst og lýkur klukkan 20:00.
17:00 Raxtur í boði TVG Zimsen.
20:00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík.
21:00 Emmsjé Gauti heldur tónleika á KEX Hostel ásamt hljómsveit.
23:00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel

Laugardagur, 24. febrúar

11:00 Bjórhátíðarhlaup Mikkeller Running Club Reykjavík á KEX Hostel
15:00 Bjórjóga í Gym & Tonic á KEX Hostel. Skráning á http://kexland.is
16:00 Þriðja og síðasta lota hefst og lýkur klukkan 20:00.
16:00 Raxtur í boði TVG Zimsen.
20:00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík.
21:00 Prins Póló heldur tónleika á KEX Hostel.
23:00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel

Ljósmynd: Lilja Jónsdóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið