Vín, drykkir og keppni
Íslenska bjórhátíðin haldin í sjöunda sinn – Á fimmta tug brugghúsa taka þátt
KEX Hostel og KEX Brewing heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð í sjöunda sinn dagana 22.-24. febrúar n.k. Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.
Í tilkynningu segir að öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendra brugghúsa og hefur fjöldi brugghúsa aldrei verið meiri en á hátíðinni í febrúar næstkomandi. Á hátíðinni boðið upp á bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga.
Tilgangur hinnar Íslensku bjórhátíðar er að efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættari drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almennings á framleiðslu og kynningu á handverksbjórum úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hverskonar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru náskyld og eiga vel saman.
Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur hún stækkað ár hvert og hyggst enn fremur að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum.
Brugghúsin sem taka þátt hafa verið tilkynnt og má fylgjast betur með tíðindum, dagskrá og tengdum viðburðum Facebook-síðu hátíðarinnar.
Miðasala hefur gengur vel og eru örfáir miðar til hér.
Brugghúsin
18th Street Brewery, Aslin Beer Co., Austri, Barr, Beavertown Brewery, Black Project Spontaneous & Wild Ales, Bokkereyder, Borg Brugghús, Brewing Költur, Brewski, Brothers Brewery, BRUS, Civil Society Brewing Co, Cloudwater Brew Co., Collective Arts Brewing, Cycle Brewing, Einstök, Fonta Flora Brewery, de Garde Brewing, Garage Beer Co., Half Acre Beer Company, J. Wakefield Brewing, Járn og Gler / Malbygg, Jón Ríki, KEX Brewing, Lady Brewery, Lamplighter Brewing Co., Lord Hobo Brewing Company, Mantra Artisan Ales, Mikkeller, O/O Brewing, Other Half Brewing Co.People Like Us, Prairie Artisan Ales, Reykjavík Brewing Company, Segull 67, Smiðjan, Speciation Artisan Ales, Surly Brewing Company To Øl, Transient Artisan Ales, Vífilfell, Voodoo Brewing Co., Warpigs, Ægisgarður, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Ölverk og ÖR Brugghús.
DAGSKRÁIN
Fimmtudagur, 22. febrúar
17:00 Fyrsta lota hátíðarinnar hefst og lýkur klukkan 20:00
20:00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík.
20:00 Miss Mokki skemmtir og þeytir skífum á KEX Hostel.
23:00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel.
Föstudagur, 23. febrúar
15:00 Bjórjóga í Gym & Tonic á KEX Hostel. Skráning á http://kexhostel.is
17:00 Önnur lota hefst og lýkur klukkan 20:00.
20:00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík.
21:00 Emmsjé Gauti heldur tónleika á KEX Hostel ásamt hljómsveit.
23:00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel
Laugardagur, 24. febrúar
16:00 Þriðja og síðasta lota hefst og lýkur klukkan 20:00.
20:00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík.
21:00 Prins Póló heldur tónleika á KEX Hostel.
23:00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum