Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur

Birting:

þann

Hallgerður Gísladóttir

Hallgerður Gísladóttir

Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Sæmundur undirbúa útgáfu á skrifum Hallgerðar Gísladóttur (1952-2007) um íslenska matarhefð. Útgáfan sem unnin er í samvinnu við fjölskyldu og vini höfundar er gerð í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá fæðingu Hallgerðar.

Einnig verður efnt til málþings um verk hennar og útgáfunni fagnað.

Í hinu nýja riti verður allt það efni sem er í bókinni Íslensk matarhefð frá 1999 auk ítarefnis sem höfundur lét eftir sig. Bókin verður ríkulega myndskreytt.

Áhugasömum gefst kostur á að skrá nafn sitt hér í minningarskrá sem birtist fremst í bókinni og fá um leið eintak í forsölu fyrir aðeins 7500 krónur. Gjaldið verður innheimt við afhendingu bókar.

Sigurvin Gunnarsson - Matreiðslumeistari

Sigurvin Gunnarsson
† 1945 – 2019

Til gamans má geta að Sigurvin Gunnarsson heitinn matreiðslumeistari hafði lengi haft áhuga á íslenskum matarhefðum.

Það byrjaði fyrir 30 – 35 árum þegar hann ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi og Steinunni Ingimundardóttur skólastjóra unnu frumkvöðlastarf á sviði varðveislu íslenskra matarhefða.

Á þeim tíma var þjóðin hinsvegar ekki búin að taka þessar hefðir í sátt, þetta þótti “púkó”.

Fréttir og pistlar eftir Sigurvin er hægt að lesa með því að smella hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið