Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur
Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Sæmundur undirbúa útgáfu á skrifum Hallgerðar Gísladóttur (1952-2007) um íslenska matarhefð. Útgáfan sem unnin er í samvinnu við fjölskyldu og vini höfundar er gerð í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá fæðingu Hallgerðar.
Einnig verður efnt til málþings um verk hennar og útgáfunni fagnað.
Í hinu nýja riti verður allt það efni sem er í bókinni Íslensk matarhefð frá 1999 auk ítarefnis sem höfundur lét eftir sig. Bókin verður ríkulega myndskreytt.
Áhugasömum gefst kostur á að skrá nafn sitt hér í minningarskrá sem birtist fremst í bókinni og fá um leið eintak í forsölu fyrir aðeins 7500 krónur. Gjaldið verður innheimt við afhendingu bókar.
Til gamans má geta að Sigurvin Gunnarsson heitinn matreiðslumeistari hafði lengi haft áhuga á íslenskum matarhefðum.
Það byrjaði fyrir 30 – 35 árum þegar hann ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi og Steinunni Ingimundardóttur skólastjóra unnu frumkvöðlastarf á sviði varðveislu íslenskra matarhefða.
Á þeim tíma var þjóðin hinsvegar ekki búin að taka þessar hefðir í sátt, þetta þótti “púkó”.
Fréttir og pistlar eftir Sigurvin er hægt að lesa með því að smella hér.
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir