Keppni
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu

Bjarki Snær Þorsteinsson tók þátt í Global Vegan Chef Challenge með Maríu Ósk Steinsdóttur sér til halds og trausts.
Í dag tóku íslensku matreiðslumennirnir Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir þátt í forkeppni Vegan Global Chef á sýningunni Bear and Food Attraction í Rimini, Ítalíu.
Sjá einnig: Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
Þetta er í annað sinn sem þessi forkeppni fer fram í Rimini, en aðalkeppnin mun næst fara fram í Wales árið 2026.
Bjarki og María hófu keppni klukkan 07:45 að staðartíma og höfðu tvær klukkustundir til að útbúa tveggja rétta vegan máltíð. Engin skilgreind hráefni voru fyrirfram ákveðin, þannig að keppendur gátu sjálfir valið hvað þeir elduðu. Þau skiluðu báðum réttum á réttum tíma, og litu þeir mjög vel út.
Forréttur:
Ravioli með tófu- og skessujurtar fyllingu
Tómatseyði
Þurrkaðir tómatar
Valhnetur
Stökk salvía
Aðalréttur:
Jarðskokkapressa
Kartafla með linsubaunafyllingu
Vatnsdeigsbakstur með svepparagú
Gljáð gulrót
Ragú með sojabaunum, kantarellum og kínóa
Pólentufroða
Sveppa- og laukgljái
Niðurstöður keppninnar verða tilkynntar síðar, en frammistaða Bjarka og Maríu lofar góðu fyrir framhaldið.
Fréttir beint frá vettvangi!
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, streymir frá Global Chef-keppnunum í Ítalíu.
Mynd: kokkalandslidid.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas