Keppni
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu

Bjarki Snær Þorsteinsson tók þátt í Global Vegan Chef Challenge með Maríu Ósk Steinsdóttur sér til halds og trausts.
Í dag tóku íslensku matreiðslumennirnir Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir þátt í forkeppni Vegan Global Chef á sýningunni Bear and Food Attraction í Rimini, Ítalíu.
Sjá einnig: Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
Þetta er í annað sinn sem þessi forkeppni fer fram í Rimini, en aðalkeppnin mun næst fara fram í Wales árið 2026.
Bjarki og María hófu keppni klukkan 07:45 að staðartíma og höfðu tvær klukkustundir til að útbúa tveggja rétta vegan máltíð. Engin skilgreind hráefni voru fyrirfram ákveðin, þannig að keppendur gátu sjálfir valið hvað þeir elduðu. Þau skiluðu báðum réttum á réttum tíma, og litu þeir mjög vel út.
Forréttur:
Ravioli með tófu- og skessujurtar fyllingu
Tómatseyði
Þurrkaðir tómatar
Valhnetur
Stökk salvía
Aðalréttur:
Jarðskokkapressa
Kartafla með linsubaunafyllingu
Vatnsdeigsbakstur með svepparagú
Gljáð gulrót
Ragú með sojabaunum, kantarellum og kínóa
Pólentufroða
Sveppa- og laukgljái
Niðurstöður keppninnar verða tilkynntar síðar, en frammistaða Bjarka og Maríu lofar góðu fyrir framhaldið.
Fréttir beint frá vettvangi!
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, streymir frá Global Chef-keppnunum í Ítalíu.
Mynd: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





