Vertu memm

Keppni

Ísland komst því miður ekki áfram á HM – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Grétar Matthíasson - Heimsmeistaramót barþjóna 2023

Grétar Matthíasson
Mikill fagmaður hér á ferð.

Grétar Matthíasson fulltrúi Íslands keppti í dag í úrslitum á heimsmeistaramóti barþjóna þar sem hann gekkst undir skriflegt þekkingarpróf, bragð- og lyktarpróf og nú síðast hraðapróf þar sem hann þurfti að útbúa 5 mismunandi kokteila á 7 mínútum.

Sjá einnig: Ísland komst áfram í heimsmeistaramóti barþjóna

Kokteilarnir sem að Grétar dró og þurfti að útbúa voru:

  • Paradise
  • Mary Pickford
  • Paloma
  • Boulevardier
  • French connection

Grétar náði að útbúa 4 af þessum 5 drykkjum.

15 kepptu í dag úr 4 greinum og af þessum 15 komust einungis 3 áfram í úrslitin sem fram fer annað kvöld (föstudaginn 1. des.).

Grétar komst því miður ekki áfram, en hann á enn möguleikann á að vinna sinn flokk og eiga besta drykkinn sem kynnt verður annað kvöld.

Hér að neðan má sjá vídeó frá hraðakeppninni, úrslitum og myndir.

Meðfylgjandi myndir tók Ómar Vilhelmsson

Grétar Matthíasson - Heimsmeistaramót barþjóna 2023

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið