Bocuse d´Or
Ísland komst áfram – Viktor keppir í Bocuse d’Or 2017 í Lyon í Frakklandi

Sturla Birgisson dómari fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi, Sigurður Helgason þjálfari, Viktor Örn Andrésson keppandi og aðstoðarmaður hans Hinrik Örn Lárusson
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or við hátíðlega athöfn sem urðu á þessa leið:
1. sæti – Ungverjaland
2. sæti – Noregur
3. sæti – Svíþjóð
5. sæti – Ísland
Að auki voru 9 þjóðir sem komust áfram af 20 þjóðum sem kepptu og var ísland þar á meðal.
Þá er það orðið ljóst að Viktor Örn Andrésson kemur til með að keppa í hinni víðfrægu Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24. og 25. janúar 2017.
Innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Sérstök aukaverðlaun voru veitt og þar sigraði Íslenski fiskrétturinn:
Besti aðstoðarmaðurinn: Svíþjóð
Besti fiskrétturinn: Ísland
Besti kjötrétturinn: Frakkland
Mynd: Bocuse d´Or Team Iceland

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu