Keppni
Ísland hreppti tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á European Street Food Awards um helgina

Vinirnir Magnús Örn Friðriksson og Atli Snær matreiðslumeistarar og Styrmir Karvel Atlason sonur Atla
Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina.
Tvenn gullverðlaun
Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hinsvegar.
Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til 9 verðlauna.
Atli Snær bauð upp á thai melónusalat og „Korean fried tiger balls“ á hátíðinni, en þessir réttir unnu til verðlauna í ár á Götubítahátíðinni hér á Íslandi í flokkunum um „besti smábitinn“ og „besti grænmetisbitinn“.
Sjá einnig: Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi
- Tiger balls
- Melónusalat
Silfurverðlaun
Götubitinn hlaut svo annað sætið í flokknum „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ Keppnin fór fram í Saarbrucken í Þýskalandi um helgina og voru 28 þáttakendur sem tóku þátt í kepnninni frá 16 evrópu löndum.
Sjá einnig: Götubitinn tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ – Fær Götubitinn þitt atkvæði?
Götubitinn hefur frá stofnun verið leiðandi í götubitamenningunni á Íslandi og hefur hún heldur betur slegið í gegn bæði hér á landi og erlendis. Götubitahátíðin er orðin einn af stærstu viðburðunum á Íslandi og hefur aðsókn á hátíðna vaxið frá ári til árs.
View this post on Instagram
Myndir: aðsendar / reykjavikstreetfood.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið