Markaðurinn
Ísey skyr Púff með sítrónubragði
Það vakti mikla lukku þegar Ísey skyr Púff var sett á markað fyrr á árinu og óhætt að segja að viðtökur landsmanna hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Púff er létt og loftkennt skyr sem kemur skemmtilega á óvart og nýjasta viðbótin í vörulínunni er Púff með sítrónubragði.
Skyrunnendur hafa margir hverjir óskað eftir skyri með sítrónubragði og því einstaklega ánægjulegt að geta glatt hópinn með þessari spennandi nýjung. Sítrónu Púff er próteinríkt og stútfullt af næringarefnum og þá er skyrið laktósalaust eins og hinar bragðtegundirnar.
Nýja skyrið hentar fullkomlega sem nesti, millimál eða létt kvöldsnarl og svo má mylja yfir dósina gott kex til að búa til einfalda skyrköku eða nota sem fyllingu í ljúffenga tertu. Við mælum með að skyrunnendur prófi þessa bragðgóðu nýjung og hver veit nema einhverjir eignist hér sitt uppáhaldsskyr.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta