Markaðurinn
Ísey skyr Púff með sítrónubragði
Það vakti mikla lukku þegar Ísey skyr Púff var sett á markað fyrr á árinu og óhætt að segja að viðtökur landsmanna hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Púff er létt og loftkennt skyr sem kemur skemmtilega á óvart og nýjasta viðbótin í vörulínunni er Púff með sítrónubragði.
Skyrunnendur hafa margir hverjir óskað eftir skyri með sítrónubragði og því einstaklega ánægjulegt að geta glatt hópinn með þessari spennandi nýjung. Sítrónu Púff er próteinríkt og stútfullt af næringarefnum og þá er skyrið laktósalaust eins og hinar bragðtegundirnar.
Nýja skyrið hentar fullkomlega sem nesti, millimál eða létt kvöldsnarl og svo má mylja yfir dósina gott kex til að búa til einfalda skyrköku eða nota sem fyllingu í ljúffenga tertu. Við mælum með að skyrunnendur prófi þessa bragðgóðu nýjung og hver veit nema einhverjir eignist hér sitt uppáhaldsskyr.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður