Sverrir Halldórsson
Ísafjörður | Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið
Þá hefst enn ein ferðin hjá okkur félögunum, nú breyttu við aðeins til og byrjuðu ferðina í Reykjavík, nánar tiltekið á Café Flóru í Grasagarðinum.
Þar fengum við okkur brunch, en eins og ég sagði í pistli að ég hafi misst af brunchinum þar, en nú vorum við tímalega og eftirfarandi var afraksturinn:
Og hinsvegar:

Heimabakað brauð, pönnukökur, 2 teg. ostur, heilsudrykkur, ávextir, salat og reyktur lax með hleyptu eggi og Hollandaise sósu
Smakkaðist þetta alveg prýðilega og gaman að öðruvísi útfærslu á brunchinum.
Vorum við mjög ánægðir og klárir í að leggja af stað en næsti stoppustaður var Borgarnes og er við komum þangað fórum við inn í Hyrnuna. Það var eiginlega tómt þar inni og mér finnst þessi litli sjarmi sem var sé endanlega horfinn, út í bíl og haldið áfram.
Næsta stopp var á hótel Rjúkandi, sem hét í mörg ár Vegamót en nú er búið að bæta við hóteli og allt annar bragur yfir öllu, þar áðum við og fengum okkur ostaköku sem löguð var á staðnum og var hún bara virkilega góð, einnig var þjónustan alveg framúrskarandi.
Áfram héldum við og nú til Grundafjarðar en þar skyldi gist í eina nótt. Hótelið heitir The old Post Office hotel og er eins og nafnið gefur til kynna í gamla pósthúsinu á staðnum.
Komum við okkur fyrir og síðan var lagt af stað til Stykkishólms en þar ætluðum við að snæða kvöldverð, enduðum við á Sjávarpakkhúsinu og fengum okkur eftirfarandi:
Hún var með kröftugu sjávarbragði, hæfilega elduðu sjávarfangi og góðu heimabökuðu brauði.
Það var orðið langt síðan maður smakkaði íslenska hörpuskel og þessi var góð, næm eldun og grænmeti í kröftugu soði var alveg að gera sig.
Pastað var bragðgott og næm eldun á fiski, en hvítlauksbrauðið var nánast eins og tvíbökur.
Prýðilegur réttur, góð eldun á fiski.
Algjört sælgæti.
Er hér var komið vorum við orðnir mettir og gerðum upp og út í bíl og keyrðum til Grundafjarðar og upp í koju og dagurinn upplifaður einu sinni enn.

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins