Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Ísafjörður | Veitingarýni: Café Flóra og Sjávarpakkhúsið

Birting:

þann

Café Flóra

Þá hefst enn ein ferðin hjá okkur félögunum, nú breyttu við aðeins til og byrjuðu ferðina í Reykjavík, nánar tiltekið á Café Flóru í Grasagarðinum.

Café Flóra

Þar fengum við okkur brunch, en eins og ég sagði í pistli að ég hafi misst af brunchinum þar, en nú vorum við tímalega og eftirfarandi var afraksturinn:

Heimabakað brauð, pönnukökur, 2 teg. ostur, heilsudrykkur, ávextir, salat og egg og beikon múffa

Heimabakað brauð, pönnukökur, 2 teg. ostur, heilsudrykkur, ávextir, salat og egg og beikon múffa

Og hinsvegar:

Heimabakað brauð, pönnukökur, 2 teg. ostur, heilsudrykkur, ávextir, salat og reyktur lax með hleyptu eggi og Hollandaise sósu

Heimabakað brauð, pönnukökur, 2 teg. ostur, heilsudrykkur, ávextir, salat og reyktur lax með hleyptu eggi og Hollandaise sósu

Smakkaðist þetta alveg prýðilega og gaman að öðruvísi útfærslu á brunchinum.

Vorum við mjög ánægðir og klárir í að leggja af stað en næsti stoppustaður var Borgarnes og er við komum þangað fórum við inn í Hyrnuna. Það var eiginlega tómt þar inni og mér finnst þessi litli sjarmi sem var sé endanlega horfinn, út í bíl og haldið áfram.

Hótel Rjúkandi

Hótel Rjúkandi

Heimalöguð ostakaka

Heimalöguð ostakaka

Hótelið The old Post Office hotel

The old Post Office hotel

Næsta stopp var á hótel Rjúkandi, sem hét í mörg ár Vegamót en nú er búið að bæta við hóteli og allt annar bragur yfir öllu, þar áðum við og fengum okkur ostaköku sem löguð var á staðnum og var hún bara virkilega góð, einnig var þjónustan alveg framúrskarandi.

Áfram héldum við og nú til Grundafjarðar en þar skyldi gist í eina nótt. Hótelið heitir The old Post Office hotel og er eins og nafnið gefur til kynna í gamla pósthúsinu á staðnum.

Komum við okkur fyrir og síðan var lagt af stað til Stykkishólms en þar ætluðum við að snæða kvöldverð, enduðum við á Sjávarpakkhúsinu og fengum okkur eftirfarandi:

Sjávarpakkhúsið

Sjávarpakkhúsið

Sjávarréttarsúpa með ferskasta sjávarfangi Breiðafjarðar

Sjávarréttarsúpa með ferskasta sjávarfangi Breiðafjarðar

Hún var með kröftugu sjávarbragði, hæfilega elduðu sjávarfangi og góðu heimabökuðu brauði.

Breiðfirsk Hörpuskel

Breiðfirsk Hörpuskel

Það var orðið langt síðan maður smakkaði íslenska hörpuskel og þessi var góð, næm eldun og grænmeti í kröftugu soði var alveg að gera sig.

Sjávarréttarpasta. Tómatlagað, ferskt sjávarfang, hvítlauksbrauð og salat

Sjávarréttarpasta. Tómatlagað, ferskt sjávarfang, hvítlauksbrauð og salat

Pastað var bragðgott og næm eldun á fiski, en hvítlauksbrauðið var nánast eins og tvíbökur.

Fiskur dagsins.  Steiktur þorskhnakki með steiktu grænmeti, salati og smákartöflum

Fiskur dagsins. Steiktur þorskhnakki með steiktu grænmeti, salati og smákartöflum

Prýðilegur réttur, góð eldun á fiski.

Rjómaþeytt skyr með bláberjasósu

Rjómaþeytt skyr með bláberjasósu

Algjört sælgæti.

Sjávarpakkhúsið - Stykkishólmur

Sjávarpakkhúsið - Stykkishólmur

Er hér var komið vorum við orðnir mettir og gerðum upp og út í bíl og keyrðum til Grundafjarðar og upp í koju og dagurinn upplifaður einu sinni enn.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið