Frétt
Inntaka nýrra félaga
Nýir félagar í Klúbb Matreiðslumeistara verða teknir inn á septemberfundi eins og venjulega. Nú er tækifærið fyrir þá sem hafa lengi ætlað að ganga í klúbbinn að láta verða að því og sækja um. Klúbburinn er skemmtilegur félagsskapur ungra sem eldri matreiðslumanna sem hafa gaman að því að hittast og fræðast um fagleg áhugamál, borða góðan mat og ekki síst að kynnast innbyrðis.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu klúbbsins auk þess sem hægt er að hringja í einhvern úr stjórninni og fá upplýsingar um starfsemina og inntökuskilyrði. Umsóknarfrestur er út ágústmánuð. Framundan er skemmtilegur vetur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Kveðja
Ingvar Sigurðsson
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






