Frétt
Inntaka nýrra félaga
Nýir félagar í Klúbb Matreiðslumeistara verða teknir inn á septemberfundi eins og venjulega. Nú er tækifærið fyrir þá sem hafa lengi ætlað að ganga í klúbbinn að láta verða að því og sækja um. Klúbburinn er skemmtilegur félagsskapur ungra sem eldri matreiðslumanna sem hafa gaman að því að hittast og fræðast um fagleg áhugamál, borða góðan mat og ekki síst að kynnast innbyrðis.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu klúbbsins auk þess sem hægt er að hringja í einhvern úr stjórninni og fá upplýsingar um starfsemina og inntökuskilyrði. Umsóknarfrestur er út ágústmánuð. Framundan er skemmtilegur vetur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Kveðja
Ingvar Sigurðsson
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






