Frétt
Innnes auglýsir eftir sölustjóra fyrir veitingamarkaðinn
Guðlaugur Guðlaugsson, núverandi sölustjóri hjá Innnes mun láta af störfum á vormánuðum eftir 14 ára starf.
Guðlaugur, sem er betur þekktur sem Gulli hefur starfað á matvörumarkaði í yfir 40 ár.
Fyrst sem sölumaður á tóbaki hjá Rolf Johansen og síðar sölustjóri hjá Sanitas, Ölgerðinni. Þá starfaði hann sem sölu- og markaðsstjóri hjá Emmmesís og Karli K. Karlssyni heildverslun og síðast hjá Innnes ehf.
Aðspurður segir Gulli það hafa verið gæfuspor að enda starfsferilinn hjá Innnes.
„Fyrirtækið býður gott vöruúrval fyrir veitingageirann, er með framúrskarandi verkferla og gæðaeftirlit og getur þjónustað viðskiptavini á öflugan máta. Það gerir starf sölustjóra bæði auðveldara og skemmtilegra. Tíminn hjá Innnes hefur verið frábær og hef ég kynnst afar góðu fólki í gegnum tíðina sem margt hvert hefur orðið að góðum vinum.
Það er því með söknuði sem ég kveð þennan vettvang, en nú er komið að tímamótum. Við hjónin höfum tekið þá ákvörðun að ljúka löngum starfsferli á vinnumarkaði nú á vormánuðum og einbeita okkur að heilsubætandi hugarleikfimi og áhugamálum okkar. Með öðrum orðum má kannski segja að við verðum atvinnumenn í golfi strax í sumar.“
Gulli segir að eftirmaður hans í starfi muni upplifa gott starfsumhverfi, þéttan liðsanda og gott bakland.
Starfið er mjög spennandi en að sama skapi krefjandi og fyrirtækið er bæði traust og öflugt. Hann hvetur því alla sem hafa áhuga og þekkingu á fyrirtækjaþjónustu og veitingamarkaði og langar í nýjan og spennandi starfsvettvang að sækja um starfið.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







