Frétt
Innköllun: Rækja í skinkusalati
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af skinkusalati frá Salathúsinu vegna þessa að það fannst rækja í einu boxi. En rækjur eru þekktar sem ofnæmis- og óþolsvaldar. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit í Reykjavík innkallað vöruna af markaði og sent út fréttatilkynning 13. júní.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Salathúsið
- Vöruheiti: Skinkusalat
- Síðasti notkunardagur: 19.06.2025
- Strikamerki: 5690969310071
- Nettómagn: 190 g
- Framleiðandinn: Salathúsið
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Krónan
Viðskipavinir sem hafa ofnæmi fyrir rækjum er bent á að farga eða skila í næstu Krónuverslun til að fá endurgreitt.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






