Frétt
Innköllun á Muna döðlum – óhæfar til neyslu
Matvælastofnun vill upplýsa neytendur um innköllun á einni framleiðslulotu af Muna döðlum sem Icepharma flytur inn vegna gerjunar sem gerir döðlurnar óhæfar til neyslu. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllun á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: MUNA
- Vöruheiti: Döðlur steinlausar
- Nettómagn: 500 g
- Geymsluþol: Best fyrir 31.10.2026
- Lotunúmer: BN558880
- Strikamerki: 5694230036035
- Framleiðsluland: Þýskaland
- Innflytjandi: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Krónunnar; Nettó Hafnarfirði, Ísafirði, Borgarnesi, Húsavík, Mjódd, Akureyri, Salavegi,
Hrísalundi, Höfn í Hornafirði, Eyrarvegi, Selfossi, Sunnukrika, Krossmóa, Egilsstöðum, Granda,
Glæsibæ, Lágmúla, Selhellu; Kjörbúðin Blönduósi, Skagaströnd, Þórshöfn, Grundarfirði,
Seyðisfirði, Neskaupstað; Krambúðin Búðardal, Laugalæk; 10-11 Laugavegi; Iceland Hafnarfirði;
Fjarðarkaup; Kaupfélag V-Húnvetninga; Hlíðarkaup.
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga eða skila henni í viðeigandi verslun.
Mynd: mast.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






