Vertu memm

Frétt

Innköllun á kjúklingi nær til margra verslana á höfuðborgarsvæðinu

Birting:

þann

Heill ferskur kjúklingur

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum vegna gruns um salmonellusmitaða ferskrar kjúklingaafurða frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í varúðarskyni og í samráði við Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Ali, Bónus, Euro shopper, FK
  • Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Lotunúmer: 011-25-30-5-64 og 126-25-30-2-51 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar, kryddlegnir leggir, bringur og heill fugl), pökkunardagur 28.08.2025 og 29.08.2025
  • Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Hagkaupsverslanir, Fjarðarkaup, Prís, Kassinn, Jónsabúð

Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið