Keppni
Iðunn stóð sig frábærlega í Euro Skills keppninni – Úrslit kynnt í kvöld
Euro Skills keppnin fór fram dagana 1. – 3. desember í Gautaborg. Það var Iðunn Sigurðardóttir matreiðslumaður sem keppti fyrir hönd Íslands og stóð sig frábærlega.
Þjálfari og dómari er Hafliði Halldórsson matreiðslumaður. Keppnin er haldin annað hvert ár á móti World Skills keppninni. Keppendur koma víða að frá Evrópulöndunum. Nú fara sjö keppendur frá Ísland út og keppa þau í jafnmörgum greinum, trésmíði, pípulögn, múrverki, matvælaiðn svo fátt eitt sé nefnt. Reglur keppninnar gera ráð fyrir því að keppendur séu 25 ára og yngri og mega sveinar og nemar taka þátt í keppninni.
Verkefnin í keppninni voru eftirfarandi:
- Anda galantine.
- Eftirréttur þar sem megin hráefnið er marsipan.
- Fiskréttur í forrétt.
- Skelfisréttur, þar sem meginhráefnið er „Euorpean lobster“.
- Aðalréttur. Keppendur skera fyrir.
- Heitt og kalt fingurfæði.
- Kex eða smákökur með ávaxtasalati.
Með fylgja myndir frá Euro Skills.
Úrslit verða kynnt í kvöld sunnudaginn 4. desember.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum