Vertu memm

Markaðurinn

Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningar veittar í þriðja sinn

Birting:

þann

Icelandic Lamb Award of Excellence 2018

Handhafar viðurkenninga árið 2018

Í mars hefur dómnefnd Icelandic Lamb Award of Excellence lagt mat á samstarfsaðila sína í veitingarekstri. Er þetta í þriðja sinn sem markaðsstofan Icelandic Lamb veitir Award of excellence  viðurkenningar til veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári. Í dómnefndinni í ár sitja Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson. Afhending viðurkenninga fer fram 5. apríl næstkomandi klukkan 12:00 og býður Icelandic Lamb gestum upp á léttan hádegisverð í Súlnasal Hótel Sögu. Viðurkenningaafgefningin opin öllum en hún fer fram samhliða aðalfundar Landssambands Sauðfjárbænda.

Samstarfið við veitingastaði mikilvægur þáttur

Aðspurður segir Hafliði Halldórsson Framkvæmdastjóri Icelandic Lamb ánægður með áhuga matreiðslumanna á því að vinna með íslenskt lambakjöt og þá þróun sem orðið hefur á notkun hráefnisins.

„Það er mikil gróska í greininni og spennandi að sjá matreiðslumenn prófa sig áfram með innra læri, slög, frampart og aðra bita en hinn klassíska lambahrygg. Sú þróun er mikilvægt skref í átt að frekari verðmætasköpun á íslensku lambakjöti“.

Hann segir samstarfið við veitingastaði spila veigamikinn þátt í starfi markaðsstofunnar, en 70% erlendra ferðamanna sem þekkja merki Icelandic Lamb muna eftir því að hafa séð skjöld Icelandic Lamb á veitingastað á meðan á íslandsdvölinni stóð.

„Þess vegna viljum við halda áfram að veita viðurkenningar til þeirra staða sem skara fram úr. Það er mikilvægt að halda áfram að nýta samstarf við veitingastaði til þess að tryggja að skilaboð Icelandic lamb skili sér til erlendra ferðamanna.“

Í dag eru yfir 150 veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb og því ærið verkefni framundan hjá dómnefndinni. Stöðunum er gefin einkunn fyrir útlit og bragð lambakjötsréttanna og nýtingu staðarins á markaðsefni Icelandic Lamb, en samstarfsaðilum stendur til boða allt markaðsefni sem framleitt hefur verið undir formerkjum markaðsstofunnar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið