Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandair Hotels byggir hágæðahótel á Landssímareitnum
Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, og Lindarvatn ehf. skrifuðu í dag undir leigusamning til 25 ára um rekstur hágæðahótels í fyrrum höfuðstöðvum Landssímans við Austurvöll. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Nýja hótelið, sem enn hefur ekki hlotið nafn, verður 160 herbergja en ekki er enn ákveðið undir hvaða vörumerki rekstur hótelsins mun falla. Áætlað er að hótelið hefji rekstur sumarið 2017.
„Uppbygging hótela hér á landi hefur verið áberandi á undanförnum misserum, en fjölgun hótelherbergja í Reykjavík hefur engu að síður ekki náð að halda í við aukinn fjölda ferðamanna til borgarinnar. Icelandair Hotels standa í framkvæmdum víðar í Reykjavík, en það er markviss stefna félagsins að auka framboð hágæða gistirýmis í borginni. Slíkt er meðal annars nauðsynlegt til þess að borgin geti markaðssett sig sem ráðstefnuborg,“
segir í tilkynningunni sem birt er á vef Viðskiptablaðsins.
Samhliða undirritun leigusamingsins gekk Icelandair Group frá kaupum á 50% eignarhlut í Lindarvatni sem á fasteignina sem hótelið verður í auk annarra eigna á reitnum. Samtals eru eignirnar um 15 þúsund fermetrar en gert er ráð fyrir að hótelið verði um 11 þúsund fermetrar.
Eins og fram kemur að ofan er ekki búið að ákveða nafn á hótelinu en félagið hefur hins vegar sótt um einkaleyfisskráningu á nöfnunum Hotel Reykjavik Parliament og Hotel Iceland Parliament.
Tilkynning þessi er birt á vb.is.
Tölvuteiknuð mynd: Ask Arkitektar / reykjavik.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum