Kokkalandsliðið
Í nógu að snúast hjá Landsliði matreiðslumanna
Landsliðið ætlar sér að sýna kalda borðið sitt í Smáralindinni næstkomandi laugardag. Þetta er liður í æfingu fyrir meistarmót sem haldið er í Basel(Sviss) 21-23 nóvember 2005. Um leið og kalda borðið verður sýnt er einnig nýútkomin Hagkaupsbók með landsliðinu kynt. Kalda borðið kemur til með að standa fyrir framan Hagkaup í Smáralindinni á laugardaginn 15 október 2005 Landliðsmenn verða til viðtals frá 11:00-13:00.
Um sólhring tekur undirbúningur borðsins og hefja landliðsmenn undirbúning við gerð borðsins kl 12 á hádeigi föstudags í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi, vinna þeir því samfellt í sólarhring eins og vanin er við keppnir erlendis.
Landslið Klúbbs matreiðslumeistara keppir fyrir hönd klúbbsins á stórmótum erlendis. Núverandi meðlimir Kokkalandsliðsins fylgdu eftir frábærum árangri sínum á Ólympíuleikum matreiðslumanna í Þýskalandi haustið 2000
Það er stjórn klúbbsins sem velur unga og efnilega matreiðslumeistara í liðið og er óhætt að segja að vel hafi tekist til að þessu sinni því að á síðasta ári náðist besti árangur í keppnum erlendis frá upphafi.
Þegar Klúbbur matreiðslumeistara tók þátt í Ólympíuleikum 2004 í fjórða sinn.
Alþjóðasamtök matreiðslumanna hafa gefið út styrkleikalista og er Íslandi þar raðað í 9. sæti af 34 þjóðum. Þetta styrkleikamat er mikil viðurkenning á því starfi sem Klúbbur matreiðslumanna hefur innt af hendi við kynningu á íslenskri matargerðarlist.
Kokkalandsliðið okkar stóð í ströngu á starfsárinu og stóðu sig mjög vel, svo vel að eftir ólympíuleikana var okkur boðið að taka þátt í Basel (Sviss) Meistarakeppni sem haldin er á 6 ára fresti og aðeins 10 bestu lið heims fá að taka þátt, þessi keppni verðu í nóvember í ár og er undirbúningur hafinn
Landsliðið Skipa:
1.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Yfirmatreiðslumaður á Grillinu
bjarnigk@internet.is
2.
Ragnar Ómarsson
Yfirmatreiðslumaður á Salt 1919 RadissonSAS hótel
raggio@simnet.is
3.
Sigurður Gíslason
Yfirmatreiðslumaður á Vox
siggigisla9@hotmail.com
4.
Gunnar Karl Gíslason
Yfirmatreiðslumaður á B5
gunnikall@hotmail.com
5.
Alfreð Alfreðsson
Matreiðslumeistari hjá Jóhann Ólafsson
alfreda@simnet.is
6.
Ásgeir Sandholt
Kondidor Sandholt bakarí
asgeir@sandholt.is
7.
Sigurður Helgason
Yfirmatreiðslumaður á Skólabrú
sighel@simnet.is
8.
Eggert Jónsson
Kondidor / yfirbakari café Adesso smáralind
eggertjons@dos.is
9.
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir
Aðstoðar Yfirmatreiðslumaður á Sjávarkjallaranum
hrefna_r@hotmail.com
10.
Eyþór Rúnarsson
Yfirmatreiðslumaður á Sigga Hall á Óðinsvéum
eythorr@odinsveum.is
11.
Einar Geirsson
Yfirmatreiðslumaður/veitingarmaður á café Karólínu
karolina@karolina.is

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins