Smári Valtýr Sæbjörnsson
Í fyrsta sinn á Íslandi | Matarhátíð: hver sem er getur opnað veitingastað í einn dag
„Restaurant Day“ er eins dags fögnuður frelsis í veitinga- og matarmenningu og nú þegar eru skráðir veitingastaðir í Reykjavík, Ísafirði og á Seyðisfirði sem taka þátt í matarhátíðinni í ár.
Matarhátíðin verður haldinn 16. nóvember 2013 í Reykjavík og víðar um land – og samtímis um heim allan. Hugmyndin er finnsk og var kynnt þar í landi 2011 og ferðaðist þaðan og hingað í ársbyrjun 2012. Dagurinn sem haldinn er einu sinni á árstíð er orðinn mjög útbreiddur og þegar eru á fimmta hundrað eins dags veitingastaðir skráðir víðs vegar um heiminn, og þar af nokkrir á Íslandi, eins og áður sagði í Reykjavík, Seyðisfirði og Ísafirði.
Restaurant Day, er dagur þar sem hver sem er getur opnað tímabundinn veitingastað, kaffihús, bar, sjoppu, búllu eða hvað sem hugurinn girnist hvar sem er. Engin leyfi, engar reglur, bara gleði. Af hverju? Af því að okkur langar, af því að við höfum dálæti á mat og matarmenningu sem andlegri, félagslegri og líkamlegri næringu og af því að borgin okkar og bæirnir þurfa á fleiri strengjalausum viðburðum að halda, segir í fréttatilkynningu.
Enn er nægur tími til stefnu og því um að gera að hefjast handa við skipulagninguna og vera með í gamaninu. Nánari upplýsingar og skráning veitingastaða er á restaurantday.org.
Hugmyndir: Djúsbar í hjólbörum – Sparimömmumatur á útitröppunum omfl.
Hugmyndin er eins einföld eða flókin og hver og einn velur, bæði einfaldleikinn og flúruð tilraunakennd ævintýri eru heiðruð – djúsbar í hjólbörum á ferð um bæinn, pulsubúlla heima í stofu, hráfæðisnætursjoppa á næsta torgi, tevagn, smábarnaveitingastaður eða sparimömmumatur á útitröppunum. Umgjörðin – framreiðslan, búningar, grafík, tónlist, litirnir, gleðin og ekki síst gestgjafinn setja tóninn en Restaurant Day er aðgengileg leið til að gera tilraunir, þróa hugmyndir, láta drauma rætast, deila fjölskylduleyndarmálunum eða vekja athygli á brýnu málefni.
Fyrsti Restaurant Day var haldinn í maí í Helsinki 2011 og er fagnað einu sinni á árstíð. Þegar hann var haldinn í þriðja sinn í Helsinki opnuðu 180 tímabundnir veitingastaðir og síðan þá hafa æ fleiri borgir tekið þennan nærandi sið upp og er dagurinn nú haldinn hátíðlegur í um 160 borgum í 34 löndum og sífellt bætast fleiri við. Segja má að Restaurant Day hafi sannarlega fangað hug og hjörtu (eða maga) borgara heimsins.
Þátttaka í Restaurant Day – Útbúið facebook viðburð og deilið gleðinni
Veldu stað. Hann getur verið hvar sem er, heima hjá þér, á skrifstofunni, í garðinum, í fjörunni, borðað á staðnum eða tekið með. Berðu virðingu fyrir öðrum en leiktu lausum hala. Skráðu upplýsingar um þinn stað á restaurantday.org. Upplagt er að búa til Facebook viðburð og nýta tækifærið til að bjóða sínu fólki í nærandi samverustund. Aðstandendur matarhátíðarinnar sjá um að deila upplýsingunum með svöngum og forvitnum veitingastaða flökkurum og leggja til að þú gerir slikt hið sama meðal þíns fólks. Stökktu um borð í veitingavagninn og sameinumst í fögnuði matar og samveru.
Meiri upplýsingar og skráning á þínum veitingastað á slóðinni: restaurantday.org.
Facebook: Restaurant Day og Restaurant Day Reykjavik
Myndir: Restaurant Day á flickr.com.
Deilið gleðinni!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann