Vertu memm

Markaðurinn

Hvítt súkkulaði, fersk ber og nýi rjómaosturinn frá MS – fullkomið fyrir helgarkaffið

Birting:

þann

Hvítt súkkulaði, fersk ber og nýi rjómaosturinn frá MS – fullkomið fyrir helgarkaffið

Þessar litlu ostakökur eru sannkölluð sumarveisla – silkimjúkar, ferskar og fallegar! Nýi rjómaosturinn frá MS með hvítu súkkulaði fær að njóta sín til fulls í þessari einföldu en ljúffengu uppskrift þar sem hann blandast þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði í léttri fyllingu.

Innihald:

125 g heilhveitikex

40 g brætt smjör

100 g flórsykur

250 ml rjómi frá Gott í matinn

2 tsk. vanilludropar

200 g rjómaostur með hvítu súkkulaði frá MS

50 g hvítt súkkulaði, brætt

fersk ber – jarðarber, brómber, bláber og hindber

Aðferð:

  1. Setjið kexið í poka og rúllið yfir það með kökukefli. Einnig er hægt að vinna það í matvinnsluvél en fyrir þessar kökur er gott ef kexmylsnan er ekki of smátt mulin.
  2. Hellið mylsnunni í skál og blandið bræddu smjörinu saman við.
  3. Setjið rjóma, flórsykur og vanillu í skál og stífþeytið. Bætið rjómaostinum saman við og þeytið þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Bræðið súkkulaðið, leyfið mesta hitanum að rjúka úr því. Setjið þá 1-2 msk. af ostakökublöndunni saman við súkkulaðið til að tempra það. Bætið svo þeirri blöndu út í ostakökublönduna og blandið varlega með sleikju.
  5. Takið fram lítil glös, það skiptir ekki öllu máli af hvaða stærð þau eru, því minni glös þeim mun fleiri ostakökur.
  6. Setjið fyrst mylsnu í botninn og því næst ostakökublöndu. Endurtakið en setjið þykkara lag af ostakökublöndunni efst. Skreytið með ferskum berjum.
  7. Hægt er að gera ostakökurnar með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Skreytið þá með berjum rétt áður en þær eru bornar fram.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið