Markaðurinn
Hvítt súkkulaði, fersk ber og nýi rjómaosturinn frá MS – fullkomið fyrir helgarkaffið
Þessar litlu ostakökur eru sannkölluð sumarveisla – silkimjúkar, ferskar og fallegar! Nýi rjómaosturinn frá MS með hvítu súkkulaði fær að njóta sín til fulls í þessari einföldu en ljúffengu uppskrift þar sem hann blandast þeyttum rjóma og bræddu súkkulaði í léttri fyllingu.
Innihald:
125 g heilhveitikex
40 g brætt smjör
100 g flórsykur
250 ml rjómi frá Gott í matinn
2 tsk. vanilludropar
200 g rjómaostur með hvítu súkkulaði frá MS
50 g hvítt súkkulaði, brætt
fersk ber – jarðarber, brómber, bláber og hindber
Aðferð:
- Setjið kexið í poka og rúllið yfir það með kökukefli. Einnig er hægt að vinna það í matvinnsluvél en fyrir þessar kökur er gott ef kexmylsnan er ekki of smátt mulin.
- Hellið mylsnunni í skál og blandið bræddu smjörinu saman við.
- Setjið rjóma, flórsykur og vanillu í skál og stífþeytið. Bætið rjómaostinum saman við og þeytið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Bræðið súkkulaðið, leyfið mesta hitanum að rjúka úr því. Setjið þá 1-2 msk. af ostakökublöndunni saman við súkkulaðið til að tempra það. Bætið svo þeirri blöndu út í ostakökublönduna og blandið varlega með sleikju.
- Takið fram lítil glös, það skiptir ekki öllu máli af hvaða stærð þau eru, því minni glös þeim mun fleiri ostakökur.
- Setjið fyrst mylsnu í botninn og því næst ostakökublöndu. Endurtakið en setjið þykkara lag af ostakökublöndunni efst. Skreytið með ferskum berjum.
- Hægt er að gera ostakökurnar með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Skreytið þá með berjum rétt áður en þær eru bornar fram.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






