Uppskriftir
Hvítlaukssteiktur leturhumar með blómkáli, sýrðri fenniku, sérrítómötum og humarsósu
Fyrir sex manns.
24 humarhalar (fjórir á mann)
1 hvítlauksgeiri
1 búnt steinselja
200 ml rjómi
5 g smjör
salt og pipar
Aðferð:
Pillið humarinn og geymið skelina. Saxið hvítlauk og steinselju. Hitið pönnu, setjið smájurtaolíu á og steikið humarinn í u.þ.b. mínútu. Hellið þá rjóma út á ásamt steinselju og hvítlauk. Látið malla í um mínútu og setjið þá smjörið út í ásamt salti og pipar.
Steiktir blómkálstoppar
2 blómkálshausar
50 g smjör
salt og pipar
Aðferð:
Skerið blómkálið í toppa, sjóðið vatn og setjið blómkálið út í og látið sjóða í tvær mínútur. Kælið blómkálið í klakavatni. Hitið pönnu og steikið blómkálið upp úr smjöri, smakkið til með salti og pipar.
Sýrð fennika
2 fennikuhausar
100 ml edik
100 g sykur
½ búnt fersk sólselja
Aðferð:
Skerið fennikuna smátt niður í þunnar skífur, setjið svo í pott ásamt ediki og sykri og látið sjóða í tvær mínútur. Saxið sólselju fínt út í. Gott er að setja smásalt, u.þ.b. ¼ úr tsk.
Sérrítómatar
2 box sérrítómatar
100 ml jurtaolía
salt
4 msk flórsykur
1 hvítlauksgeiri
Aðferð:
Setjið tómatana í eldfast mót, saxið hvítlaukinn fínt niður og stráið yfir. Stráið svo smásalti og 4 msk af flórsykri yfir, og svo olíunni. Eldið við 140° í 30 mín.
Humarsósa
Skelin af humrinum
1 skallottulaukur
1 hvítlauksgeiri
1 grein garðablóðberg
4 tómatar
100 ml hvítvín (chablis er mjög gott)
1 l rjómi
40 g smjör
1 sítróna
salt og pipar
Aðferð:
Skerið skallottulauk og hvítlauk niður og setjið í pott, svitið í eina mínútu. Setjið þá humarskelina, ásamt tómötum og garðablóðbergi, út í og steikið það með í 2-3 mín. Hellið hvítvíninu út á og sjóðið niður um helming, þá setjið þið rjómann og sjóðið hann niður um helming.
Setjið smjörið út í ásamt safanum úr hálfri sítrónu og smakkið til með salti og pipar, hrærið vel í sósunni. Setjið plastfilmu yfir pottinn og látið hann standa úti á borði í 10-15 mínútur og sigtið þá sósuna.
Höfundur er Gústav Axel Gunnlaugsson matreiðslumaður og eigandi Sjávargrillsins.
Uppskrift birt fyrst 29. október 2010 í Morgunblaðinu og starfaði Gústav þá sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Fiskfélagið, þá nýkrýndur matreiðslumaður ársins 2010.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði