Keppni
Hver hreppir titilinn: Kokteilbar Stykkishólms 2017?
Keppnin um titilinn „Kokteilbar Stykkishólms“ verður haldin í annað sinn næstkomandi helgi 6. – 8. júlí 2017 og verða þátttakendur allir helstu veitingastaðir og barir í Stykkishólmi. Hátíðin tókst vel í fyrra og ekki við neinu öðru að búast í ár.
Keppnisfyrirkomulagið verður með sama sniði og síðast en staðirnir sem taka þátt búa allir til kokteil sem verður í boði á sérstaklega góðu verði yfir helgina. Vel valin dómnefnd mun fara á milli staða, smakka kokteilinn, grandskoða öll atriði og úrskurða hver þeirra sé sá allra besti. Í fyrra sigraði Hótel Egilsen með kokteilinn Hjartadrottninguna.
Laugardaginn 8. júlí verður hátíðinni slitið með skemmtun á Fosshótel Stykkishólmi en þar verður tilkynnt um sigurvegara helgarinnar og hvaða staður hlýtur titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2017“.
Veitingastaðir sem taka þátt í ár eru:
- Hótel Egilsen
- Hótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
- Stykkishólmur Slowly
Mynd: Smári
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






